Hreinsanir í Framsókn

Flokkseigendafélag Framsóknarflokksins vill pólitísk höfuð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs - helst á silfurfati fyrir kosningar. Viðskiptamódel flokkseigenda er að Framsókn verði tíu prósent flokkur sem geti ýmist orðið hækja Sjálfstæðisflokks eða Vinstri grænna.

Sigmundur Davíð gerði Framsóknarflokkin stærsta flokk landsins 2013 en hann skaffaði flokkseigendum ekki nógu greiðan aðgang að opinberum gæðum. Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi störfuðu í þágu almannahagsmuna en ekki flokkseigenda.

Bakland Framsóknarflokksins mun splundrast við fyrirsjáanlegar hreinsanir. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir fá til sín fylgi.

Svo er auðvitað opin spurning hvort Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi afþakki samfylgd flokkseigenda og stofni Nýframsókn.


mbl.is Undiralda í Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flokkseigendafélagið er væntanlega Kaupfélag skagfirðinga og draugur sambandsmafíunnar, sem hefur notað þennan flokk til að hlaða undir eigin boru í gegnum tíðina. Vilja dyggir fylgjendur,m.a. bændur sjá þá taka yfir? Ég er efins.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2017 kl. 12:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framfarafélagið er til.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.9.2017 kl. 13:43

3 Smámynd: rhansen

Get ekki ymindað mer að SDG  og Gunnar Bragi af þakki ekki pent samfylgd  Flokkseigendafelagsins áfam ?     Framfarafelagið getur orðið flokkur á næstu klt. þess vegna 

rhansen, 23.9.2017 kl. 16:25

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvað ætla þeir að gera við höfuðin á þessum mönnum. Þau eru vita gagnslaus.frown

Jósef Smári Ásmundsson, 23.9.2017 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband