Ný stjórn: Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í kortunum samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Allar aðrar ríkisstjórnir eru veikar þriggja eða fjögurra flokka.

Verði niðurstöður kosninganna eftir rúman mánuðu í takt við þessa könnun stendur val þingheims milli óreiðu og stjórnleysis annars vegar og hins vegar styrkrar landsstjórnar.

Þetta yrði ríkisstjórn Jóns og Gunnu; konur bera uppi fylgi Vinstri grænna en karlar Sjálfstæðisflokksins.

 


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Gleymdu þessu. Næsta stjórn verður VG, Samfylking og Piratar. 33 þingmenn. Vinstri stjórn sem mun vinda ofan af ofgakapitalistaviðbjoðnum og einkavinavæðingunni. Get varla beðið!

Óskar, 23.9.2017 kl. 09:34

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held það gangi ekki. En umræðan um oppreist æru hefur verið á miklum villigötum og ótrúlegt að hægt sé að villa um fyrir fólki. Trúir þjóðin virkilega að 21% þjóðarinnar( Kjósendur sjálfstæðisflokksins) séu með kynferðisofbeldi? Mér hefur ofboðið þessi umræða svo mjög að mér er skapi næst að kjósa sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum í stað þess að sitja heima. Það vantar heilbrigða umræðu í stjórnmálin hér og nóg komið af" Ofgakapitalistaviðbjóðum " úr öllum flokkum . 

Jósef Smári Ásmundsson, 23.9.2017 kl. 11:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Réttsýni skilar alltaf friðsömum samskiptum Jósef,höfum eytt of löngum tíma í esb bitbeinið;;

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2017 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband