Hatur tískuorð sannleiksfólksins

Hatursorðræða er tískuorð, eins og galdrar voru mál málanna á 17. öld. Á Íslandi er hvorki meira né minna um hatur í dag en verið hefur frá landnámsöld. Hatur er mennsk tilfinning, líkt og ást.

Fólk sem ekki finnur fyrir hatri þekkir heldur ekki ást. Grísku heimspekingarnir leiddu þetta í ljós fyrir 2500 árum. Sannleiksfólkið er einfaldlega of tregt til að skilja mannlega náttúru.

Þeir sem slá um sig hugtakinu hatursorðræða fá eins og ofstækisfólkið á seytjándu öld útrás fyrir drottnunargirni. Það þykist vita sannleikann betur en aðrir og keppist við að troða sannfæringu sinni upp á aðra, með góðu eða illu.

Sannleiksfólkið leitar að vísbendingum í tjáningu manna til að upplýsa innrætið. Ef einhver hallar orði að kyni fólks, trú, litarhætti, menningu eða útliti er sá óðara stimplaður sem hatursglæpamaður. En það er allt í lagi að hata starfið sitt, veðrið, hnattræna hlýnun eða pizzu með ananas. Það má aftur ekki hatast út í mennsku einhvers, jafnvel þó full ástæða sé til.

En óvart þá er maðurinn þannig að hann hatar ýmislegt, fólk, hluti eða hugmyndir, að sama skapi að hann er elskur að sumum fyrirbærum. Þetta fylgir tegundinni a.m.k. frá því hún klifraði niður úr trjánum.

Sannleiksfólkið, homo veritas, er tilfinningaskerta útgáfan af homo sapiens. Þeir tilfinningaskertu samþykkja ekki homo sapiens með öllum sínum blæbrigðum heldur vilja þeir steypa alla í sama mót. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt er útkoman einboðin: homo idioticus.


mbl.is Hatursorðræða er samfélagsmein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Haukur Sigurjónsson

Mjög vel skrifuð grein. Ég er þakklátur fyrir að hafa lesið hana.

Einar Haukur Sigurjónsson, 23.9.2017 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband