Fimmtudagur, 21. september 2017
Uppreisn Sjálfstæðisflokks, niðurlæging Viðreisnar og vinstriflokka
Embættismaður afgreiddi kosningabaráttu Viðreisnar og vinstriflokkanna sem bull. Umboðsmaður alþingis segir ekkert tilefni til að rannsaka málsmeðferð ráðherra Sjálfstæðisflokksins vegna mála er varða uppreisn æru.
Kosningabarátta Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar, Bjartar framtíðar og Vinstri grænna er komin í uppnám. Til stóð að gera pólitísk réttarhöld yfir Sjálfstæðisflokknum að aðalmáli kosninganna 28. október.
Upphlaup óreiðufólksins á alþingi verður dýrkeypt.
Stíga til baka og óska frekari gagna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að hr Páll blaðamaður skilji ekki um hvað málið snýst, eins og stundum áður.:-)
Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2017 kl. 20:35
Páll, væri ekki við hæfi að Jón Ingi útskýrði þá fyrir okkur hinum sem tregari erum um hvað málið snýst? Þingnefndin hefur greinilega ekki skilið það heldur þegar hún spurði Umboðsmann spurninganna sem hann gaf svör við.
Nefndina vantar sem sé túlk.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 21.9.2017 kl. 20:46
Stalingrad vinstrimanna á Íslandi. Megi þetta vera sömu tímamót og í stríðinu mikla.
Guðmundur Böðvarsson, 22.9.2017 kl. 08:23
Sæll Páll
Það má vera rétt að það þarf ekki að rannsaka málsmeðferð ráðherra Sjálfstæðisflokksins, en það væri þess virði að hefja hlutlausa rannsókn á því sem að Sjálfstæðisflokkurinn segir, gerir og stendur fyrir hvað varðar aldraða og öryrkja.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 22.9.2017 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.