Össur, Sóley og dómgreind vinstrimanna

Vinstrimenn gera út fjóra stjórnmálaflokka á alþingi: Vinstri græna, Samfylkinguna, Pírata og Bjarta framtíð. Þessi flokkar gætu aldrei myndað ríkisstjórn af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi fengju þeir aldrei fylgi til þess.

En ef svo ólíklega færi að helmingur þjóðarinnar kysi vinstriflokka til meirihluta yrði 4 flokka ríkisstjórn dauðanum merkt. Engin þriggja flokka stjórn hefur starfað heilt kjörtímabil í lýðveldissögunni. Ríkisstjórn fjögurra flokka er einfaldlega pólitískur ómöguleiki.

Vinstrimenn starfa í fjórum flokkum, fleiri ef utanþingsvinstrimenn eru taldir með, vegna þess að þeir geta ekki náð samstöðu um málefnin.

Össur Skarphéðinsson er fyrsti formaður Samfylkingarinnar, sem stofnuðu var um aldamótin til að sameina vinstriflokka. Samfylkingin er með 5 prósent fylgi, lifir í pólitískri öndunarvél eftir ESB-stórslysið sem Össur ber öðrum fremur ábyrgð á. En dettur Össuri í hug að draga lærdóm af? Nei, hann lætur eins og fimm prósent flokkurinn sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. 95 prósentin sem vilja ekki forystu Samfylkingarinna eru svikarar við málstaðinn, segir fyrrum æðstistrumpur.

Sóley Tómasdóttir er annað eintak af dómgreind vinstrimanna. Hún vill að næstu kosningar snúist um ,,nauðgunarmenningu" og ,,uppreist æru glæpamanna". Hún nefnir ekki einelti á kvennavinnustöðum enda heggur það nærri henni sjálfri.

Össur og Sóley eru hvor um sig með ,,málið eina" sem vinstrimönnum er svo tamt að gera heilög. Þeir sem svíkja  málið eina eru settir út af sakramentinu. Vandi vinstrimanna er að málið eina er ólíkt frá einum hópi vinstrimanna til annars.

Í raunheimi stjórnmála þarf að gera málamiðlanir. Vinstrimenn kunna það ekki. Þess vegna halda þeir úti fjórum flokkum á alþingi og sameinast í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Og þá list kunna vinstrimenn giska vel - að vera á móti. En enginn með óbrjálaða dómgreind sest í ríkisstjórn til að vera á móti. Það er einfaldlega mótsögn. Ríkisstjórnir eru myndaðar með málefnum en ekki til að vera á móti. 


mbl.is Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vandamál vinstrimanna er að þeir eru óánægðir með ófullkomleika sinn, hafa ekki þrek til að horfast í augu við hann og varpa honum því yfir á aðra.

það er svo miklu auðveldara að hatast við aðra en að taka til í eigin ranni.

Ragnhildur Kolka, 21.9.2017 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband