Stöð 2: Án Sjálfstæðisflokksins er Ísland í vondum málum

Stöð 2 og Fréttblaðið telja Ísland illa statt ef ekki nyti Sjálfstæðisflokksins. Sú sannfæring er að baki sérstakrar könnunar um stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins.

Könnunin leiddi í ljós að upphlaup vinstrimanna, Bjartrar framtíðar og stjórnarandstöðu, hefði skaðað formann móðurflokks íslenskra stjórnmála og þar með Ísland.

Engum fjölmiðli dytti í hug að efna til könnunar um stöðu Sigurðar Inga í klofnum Framsóknarflokki; um Loga í fylgislausri Samfylkingu; Katrínu sem stjórnar ekki Vinstri grænum eða hvort brotthvarf Birgittu skaði Pírata.

Smáflokkarnir og formenn þeirra eru pólitísk afgangsstærð. Í könnunum er spurt um aðalatriðin, þar liggja fréttirnar. Könnun Stöðar 2 og Fréttablaðsins staðfestir ósögðustu frétt lýðveldissögunnar: þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel er það Íslandi til framdráttar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sama hvað reynt er þá er Sjálfstæðisflokkurinn alltaf miðpunkturinn. Hvort sem menn eru fylgjandi honum eða mótfallnir.

Ragnhildur Kolka, 20.9.2017 kl. 14:48

2 Smámynd: Baldinn

"  Könnun Stöðar 2 og Fréttablaðsins staðfestir ósögðustu frétt lýðveldissögunnar: þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar vel er það Íslandi til framdráttar. ". 

Í dag vegnar Sjálfstðisflokknum ekki vel, hann er þjakaður af fjölda spillingarmála og fylgi hans er svipað og vinstri græna.  Er þá ekki komin tími fyrir eitthvað annað.

Baldinn, 20.9.2017 kl. 17:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kannski að Sjst-menn fari að snuðra í gömlum glósum andstæðinga og selja fjölmiðli,nei það er ekki í eðli Sjálfstæðisflokksins; þá væri hann fyrst þjakaður. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2017 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband