Smáflokkar efna til ófriðar á alþingi

Pólitískt og siðferðilegt umboð alþingismanna er ekki fyrir hendi eftir þingrof. Ekki síst í því ljósi að þingheimi brast þrek að standa að meirihlutastjórn, líkt og þingræðisreglan krefst.

Það er eftir öðru að bandalag smáflokka, þeirra sem mesta ábyrgð bera á ónýtu þingi, er stofnað um leið og þing er rofið og boðað er til kosninga. Bandalagið snýst um að stunda skæruhernað á þjóðarsamkomunni, fella valinkunnan þingmann úr formennsku í nefnd.

Ef alþingi væri málfundafélag í menntaskóla þættu svona aðfarir sniðugar í gelgjuhópum. En þetta er nú einu sinni þjóðþingið okkar.

Ófriðarbandalag smáflokka á alþingi er vísir að því sem koma skal. Nema kjósendur grípi til sinna ráða og komi skikk á málin. Það verður hægt 28. október. 


mbl.is Brynjar: „Ég var drekinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef til vill verða það tómar gelgjur sem sitja næsta þing? Við skulum þó vona að svo verði ekki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.9.2017 kl. 20:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú á tímum samskiptafjölmiðla keppast þattakendur um að mála sem fallegasta og jákvæðasta mynd af sér útávið. Það er í raun grunnelementið í þessari iðju.

Ég veit ekki hvort þessi stafræna ímyndarvinna gefi alltaf rétta mynd af viðkomandi en ljósbaugarnir eru blindandi og manni finnst manns eigin tilvera liggja í sjúpum drullupitti í samanburði. Jafnvel maturinn sem þetta fólk boðar og deilir með okkur er fullkominn.

Ég er ajálfur búinn að fá nóg af sjalfshelgunarkláminu. Hættur á feisbúkk og öllu, því mér finnst allt þetta fullkomna, réttsýna og goðumlíka fólk rýra sjálfsmynd mína. Ég mun aldrei geta staðið jafnfætis í þessum samanburði.

Ég ætla því að vera vondi kallinn áfram og kjósa Sjáfstæðisflokkinn. Það er allavega einhvern breyskleika að finna þar. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2017 kl. 21:52

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ekki stórastur,sætastur á fésinu,en sterkastur og gáfaðastur kjósenda Sjálfstæðisflokksins.

Já nú munu kjósendur koma skikki á málin 28.oktober.
 

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2017 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband