Föstudagur, 15. september 2017
Bjarni sigurvegari: ábyrgð eða óreiða
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti blaðlaust merkilegustu stjórnmálaræðuna á Íslandi eftir hrun. Valið stendur milli þess hvort landinu sé stjórnað eða að óreiða ríki í landsstjórninni.
Í nóvember verður þjóðin spurð hvort hún vilji ábyrgð eða óreiðu.
Sjálfstæðisflokkurinn er fyrsti kostur til að tryggja ábyrga landsstjórn.
Bjarni fundar með Guðna á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg greinilega! En það hlýtur að vera erfitt að vinna með bútunum sem eru tilbúnir í allt ,hversu lúalegt sem það er, til þess að bregða fyrir hann fæti.
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 17:55
Þetta er hárrétt ályktun að kvöldi 15.09.2017: ábyrgð og festa við stjórnvölinn eða óreiða, sjúklegar samsæriskenningar og skrípalæti. Pólitískir hryggleysingjar og sjúklegir samsæriskenningasmiðir eiga ekkert erindi á Alþingi. Þangað þarf að velja fólk, sem veigur er í og getur stjórnað af skynsamlegu viti.
Bjarni Jónsson, 15.9.2017 kl. 21:12
Hvernig getur flokkur sem hefur ekki i þrjú skipti í röð klárað kjörtímabil í stjorn verið góður kostur?
Jón Bjarni, 16.9.2017 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.