Föstudagur, 15. september 2017
Sjúk umræða, geðveik niðurstaða
RÚV gerir föður forsætisráherra ábyrgan fyrir barnaníði. Benedikt hafði gert það eitt að skrifa upp á meðmælabréf manns sem hafði tekið út sína refsingu, þ.e. borgað sína skuld við samfélagið. Í kjölfarið kemur Egill Helgason og segir að meðmæli með dæmdum manni sé allt annað og meira en að skrifa upp á víxil.
Ef maður skrifar upp á víxil fyrir einhvern er maður ábyrgur fyrir skuldinni sem er mæld í peningum en ekki persónueinkennum skuldara. Benedikt Sveinsson verður ekki ábyrgur fyrir gjörðum lögráða manns þótt hann mæli með að hann fái uppreisn æru. Enn langsóttara er að Benedikt sé ábyrgur fyrir afbrotum sem Hjalti Sigurjón Hauksson er búinn að taka út refsingu fyrir.
En eins og annar RÚV-ari segir blygðunarlaust: Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á barnaníði og verður að fara úr ríkisstjórn.
Þessi umræða er sjúk og niðurstaðan er geðveik; ríkisstjórnin er fallin.
Sjúklingarnir vilja yfirtaka geðdeildina. Góða fólkið þrammar nú til Bessastaða og heimtar að forsetinn, sem veitti barnaníðingum uppreisn æru á færibandi, skipi forystufólk sjúklinganna í landsstjórnina. Það verður fyrsta ríkisstjórn virkra í athugasemdum.
Ekki lengra gengið að sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef þú heldur því fram að það sé eitthvað aðalatriði málsins að faðir forsætisráðherra hafi skrifað undir meðmælabréf fyrir umsækjanda um uppreist æru er það hinn mesti útúrsnúningur. Aðalatriði málsins og ástæðan fyrir þessum stjórnarslitum er að dómsmálaráðherra hefur orðið uppvís að ólöglegri meðferð á viðkvæmum upplýsingum um málið og virðist hafa séð sig tilneydda að játa það í beinni útsendingu í kvöldfréttatíma í gær. Að málið tengist fjölskyldu forsætisráðherra á vissan hátt er auðvitað óþægilegt fyrir hann en framganga dómsmálaráðherrans er það sem veldur mestri hneykslan. Þar er um að ræða opinber embættisverk og því ekkert óeðlilegt að þau verk þurfi að sæta réttmætri gagnrýni. Plús auðvitað dómaraskandallinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2017 kl. 15:07
Nú ég hélt að það hefði verið Björt framtíð sem sleit þessu samstarfi af því að enginn hafði fyrir því að upplýsa hana þarna í sumar um þetta mál og fleira? En auðvita er þetta allt RUV og "Góða fólkinu" að kenna. "Vonda fólkið svo hrætt við "góða fólkið" að það þorir ekki að andmæla því bara slítur stjórnarsamstarfinu til að sleppa við það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.9.2017 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.