Góða fólkið stundar misrétti - og líður vel

Allir eru jafnir fyrir lögum, líka útlendingar sem hingað koma í leit að hæli. Samfylkingin og góða fólkið boðar misrétti þar sem útlendingar með öfluga talsmenn úr fjölmiðlastétt fá rétt umfram aðra útlendinga.

Hvers eiga mörg hundruð manns að gjalda, sem ekki fá sérmeðferð? Jú, þess að góða fólkið er fyrst og fremst að hugsa um sig sjálft. Fá vellíðunartilfinningu sem fylgir því að baða sig í sviðsljósi góðmennskunnar. Skítt með að aðrir gjaldi fyrir.

Góða fólkið býr ekki að dómgreind til að skilja sjálfhverfuna.


mbl.is Frumvarp um Mary og Hanyie lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Maður nennir varla að lýsa skoðun á þessari síðustu uppákomu hjá Samfylkingunni. En við hverju er að búast af þessari formanns ómynd sem lét sig hafa að hundelta Snorra í Betel jafnvel þegar dómstólarnir voru búnir að setja ofan í við hann? Virðing fyrir lögum er ekki til í Samfylkingunni. Hún er hugsjóna-og málefnasnauð í leit að málstað?

Ragnhildur Kolka, 14.9.2017 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll og Ragnhildur. En sama mynztrið birtist hjá þessum veiklynda flokki sífelldlega:

Óþjóðhollur Illugi Jökulsson stofnar enn til illinda

Jón Valur Jensson, 14.9.2017 kl. 17:34

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr,heyr,- en hvað ég skil þig Ragnhildur;Auk þess útheimtir það talsverða sjálfsstjórn í mínum huga að horfa upp á Samfylkingar ofur sjálfhverfu..

      Íslandi allt.


 

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2017 kl. 18:41

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

Að minnsta kosti erum við ekki að verja barnanauðgara.

Jón Ragnarsson, 14.9.2017 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband