Steingrímur J. hefur trú á ríkisstjórn Bjarna Ben.

Eftir síðustu kosningar var Steingrímur J. um tíma forseti alþingis. Á þeim tíma var rætt um samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Fyrrum formanni líkaði vel og gerðist röggsamur og virðulegur forseti þingsins. Maður málamiðlana en þó stefnufestu.

Stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna komst ekki á koppinn og Steingrímur J. missti embættið. Hann sér ekki fram á tækifæri að kveðja stjórnmálin úr virðulegu embætti.

Þess vegna ólmast Steingrímur J. á ríkisstjórn Bjarna Ben. Ef nýr meirihluti væri í sjónmáli myndi fyrsti formaður Vinstri grænna tala sig upp í virðingarstöðu.

Það sæmir ekki fyrrum ráðherra lýðveldisins að kalla erlendan þjóðhöfðingja ,,viðrini" úr ræðustól þjóðarsamkomu Íslendinga. Maður sem þannig talar örvæntir um hlut sinn á lokametrum þingferilsins.


mbl.is Óvinsælli en „viðrinið Donald Trump“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Á Alþingi er mesta viðrinið SJS enda viðrinið faskara og ómerkilegra en allt sem um getur í annálum

Níels A. Ársælsson., 14.9.2017 kl. 08:23

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir med Niels.

Thvílíkt vidridni.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.9.2017 kl. 09:22

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Það kemur ekki á óvart hatursfullt tal jarðfræðinemans úr ræðustóli um annað fólk,jafnvel ráðamenn þjóða. Hitt er verra að forseti Alþingis hafi ekki ávítað jarðfræðinemann fyrir orðbragðið sem hann lét falla um þjóðhöfðingja Bandaríkja Ameríku úr ræðustóli Alþingis Íslands, sem þingmaður þjóðarinnar og fyrrum ráðherra.

Hafi jarðfræðineminn skömm fyrir og ekki síður forseti Alþingis. Manni Brá mikið við þetta atvik vitaskuld.

Alþingi skuldar forseta Bandaríkja Ameríku afsökunarbeiðni fyrir þessi óviðunandi ummæli jarðfræðinemans úr ræðustóli Alþingis sem þingmaður þess. Virðinng Alþingis þverrandi fer, Brá einhverjum öðrum ekki? Eða kemur lækkun vísitölu virðingar Alþingis einhverjjum orðið á óvart þegar svo margir þingmenn vaða sama foraðið og jarðfræðineminn?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2017 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband