Juncker vill Stór-Evrópu; martröð segja Þjóðverjar

Evran á að verða gjaldmiðill allra ESB-ríkja til að dýpka samstarfið og auka samruna aðildarríkja, sagði Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í klukkutímaræðu um framtíð sambandsins.

Er maðurinn brjálaður? spyr Spiegel og svarar upp á þýsku: das ist absurd. Evran hefur einmitt sýnt að þegar efnahagslegur dvergur eins og Grikkland notar sama gjaldmiðil og stórveldi á borð við Þýskaland eru dvergríkinu allar bjargir bannaðar. Grikkland er margfalt gjaldþrota en Þýskaland vex.

Hættu áður en martröðin byrjar fyrir alvöru, segir Die Welt. Ef Búlgaría og Rúmenía tækju upp evru væru öll sund lokuð til að bjarga það sem eftir er af Evrópusambandinu eftir Brexit. Evran eykur misvægið á milli efnahagskerfa ESB-ríkja, en brúar það ekki. Reynslan af Grikklandi og Ítalíu sannar það.

Juncker var einu sinni fjármálaráðherra í litlu Evrópuríki. Það er eins og slíkum mönnum sé fyrirmunað að skilja eðli gjaldmiðlasamstarfs.


mbl.is Bretar munu iðrast Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Bretlandi var mjög heppin að taka ekki upp Euro.

Merry, 13.9.2017 kl. 17:46

2 Smámynd: Hrossabrestur

Hvern andskotann var herr Drunker að þamba núna?

Hrossabrestur, 13.9.2017 kl. 18:51

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég var einu sinni alveg til í að gefa umræðum um aðild að Evroópusambandinu sjéns, en er núna algjörlega á móti þessu batteríi.  Alveg ótrúlegt að sjá tilþrifin gegn bretum sem vilja út og hótanir í garð þjóða sem eru ekki nógu hlýðnar. Það eru þjóðverjar sem virðast græða mest á þessu enda eru þeir að því er virðist mest ráðandi um stefnu Evrópu. Nei takk.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.9.2017 kl. 23:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það voru líka átakanleg tilþrif Samfó og Vg.í kosningunni um inngöngu í ESB.

Utanríkisráðherra spratt upp með skömmina í flug og lenti við opnar dyr"gullna hliðsins"í Brussel þar sem honum var fagnað -þori að veðja-,með fölskum virtum.

Þar liggur þetta örlagaríkasta pólitíska svikaplagg áhorfendum og leikurum til viðvörunar.   

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2017 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband