Ríkisvaldið, einstaklingurinn og refsingar

Ríkisvaldið sér um að útdeila refsingum hér á landi, ekki einstaklingar. Í umræðunni um uppreisn æru vill þetta atriði gleymast. Ríkisvaldið rannsakar lögbrot og eftir atvikum ákærir og dæmir. Það hlýtur að vera í höndum sama valds að milda dóma, með náðun eða uppreisn æru.

Opin spurning er hvort og í hve miklum mæli einstaklingar sem eru brotaþolar eigi að skipta sér af því þegar ríkisvaldið náðar dæmda menn. Brotaþolar eiga persónulega hagsmuni af því hvort dæmdur maður fái náðun eða uppreisn æru. Ríkisvaldið á ekki slíka hagsmuni, þar á málefnalegt og hlutlægt mat að ráða.

Réttarríkið getur ekki framselt vald sitt til einstaklinga sem eiga um sárt að binda vegna dæmdra manna. Á hinn bóginn hefur umræðan um uppreisn æru leitt í ljós að réttlætiskennd margra er misboðið vegna gildandi reglna.

Æra er, þrátt fyrir allt, hvorki gefin né tekin af ríkisvaldinu. Æran liggur í orðspori manns. Nokkur réttarbót væri í að afnema hugtakið ,,uppreist æru" úr lögum um mildun dóma dæmdra manna. 


mbl.is „Skil ekki þessa leyndarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða með aðilastöðu brotaþola? Hún virðist hafa verið höfð að engu í þeim tilvikum sem brotamönnum hefur verið veitt uppreist æru.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2017 kl. 16:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir því sem mér skilst, þá hafa brotaþolar beina aðkomu að náðun eða styttingu dóma í USA. Væri ekki rétt að taka upp slíkt kerfi hér.

Orðið "uppreist æru" í íslenskum lögum er sennilega einsdæmi, enda skilja allir að æra verður hvorki felld né uppreist með boðvaldi. Æra er eitthvað sem menn vinna sér, tapi þeir henni, getur enginn unnið hana upp aftur nema viðkomandi einstaklingur.

Gunnar Heiðarsson, 13.9.2017 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband