Miðvikudagur, 13. september 2017
Eyjan í herferð gegn Sigríði
Vinstriútgáfan Eyjan-Pressan er í herferð gegn Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Eyjan endurbirti á mánudag pistil Illuga Jökulssonar í Stundinni, annari vinstriútgáfu, um að reka ætti Sigríði úr landi.
Í gær endurvann Eyjan fésabókarfærslu Smára Pírataþingmanns um að Sigríður ætti að segja af sér ráðherradómi. Til að fylgja skilaboðunum eftir keypti Eyjan-Pressan auglýsingu á Facebook með þessum skilaboðum: ,,Ert þú sammála Smára? Á dómsmálaráðherra að segja af sér?"
Herferðin gegn Sigríði Andersen staðfestir að hún er orðin öflugur stjórnmálamaður sem vinstrimenn óttast.
Athugasemdir
Þeir mega vel óttast þá sem vinna af heilindum fyrir Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2017 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.