Sunnudagur, 10. september 2017
Trump og fjölmiðlavaldið
Stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna vinna skipulega gegn Donald Trump forseta. Hann þykir ekki ,,normal" og því eiga almennar reglur um óhlutdræga blaðamennsku ekki við þegar forsetinn á í hlut. Að einhverju marki stafar andúðin af óöryggi fjölmiðla. Þeir vilja ekki tapa áhrifavaldi til samfélagsmiðla og verða kalþólskari en páfinn í andófinu.
En forsetaembætti fékk Trump í lýðræðislegum kosningum. Um leið og fjölmiðlar grafa undan Trump, af því hann er sá sem hann er, ráðast þeir að grunnstoð samfélagsins, sem er virðing fyrir lýðræðinu.
Eitt stórblaða vestan hafs virðist Wall Street Journal ekki taka þátt í að finna allar mögulegar og ómögulegar leiðir að sýna Trump í sem verstu ljósi. Í samantekt Guardian er Wall Street Journal ásakað um að ,,normalisera" Trump.
Þegar svo er komið að lýðræðislegar kosningar þurfi að ,,normalisera" er normið orðið dálítið undarlegt, svo ekki sé meira sagt. Einkum hjá fjölmiðlum.
Athugasemdir
Trump var lýðræðislega kosinn. Fjölmiðlar greina frá því sem Trump segir og gerir, og segja sína skoðun, eins og þeir eiga að gera í lýðræðislegu samfélagi. Hvað er vandamálið?
Wilhelm Emilsson, 11.9.2017 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.