Sunnudagur, 10. september 2017
Lýðræði og byltingar, Evrópa og múslímar
Eftir fall Berlínarmúrsins tókst fyrrum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu í meginatriðum að hverfa frá alræði til lýðræðis. Þýskaland sameinaðist friðsamlega, Tékkóslóvakía varð að tveim ríkjum án ofbeldis, Úkraína skipti um valdhafa án vopnaðra átaka (sem blossuðu upp síðar, samanber Úkraínudeiluna frá 2014).
Aðeins Júgóslavía splundraðist í nokkur ríki í blóðugum átökum, þeim alvarlegustu í Evrópu frá lokum seinna stríðs. En Júgóslavía var undantekning. Hálfri öld yfirráða kommúnista, og gott betur í tilfelli Sovétríkjanna, lauk tiltölulega friðsamlega. Lýðræðið sigraði án stórkostlegra blóðfórna.
Austur-Evrópa naut nærveru Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna sem settu mikla fjármuni í enduruppbygginu eftir sviðna jörð veraldlegra trúarbragða kommúnismans. En án almenns vilja þjóða austan járntjalds til málamiðlana hefði þróunin orðið önnur og síðri.
Víkur þá sögunni til miðausturlanda og trúarmenningu múslíma. Þarf hófst fyrir sex árum arabíska vorið, sem kennt var við lýðræði. Nokkru áður höfðu Bandaríkin tekið ótímabært forskot á sæluna, steypt af stóli einræðisherranum Saddam Hussein í Írak, en gekk illa að breyta landinu ofanfrá í lýðræðisríki. Rétt fyrir arabíska vorið gáfust Bandaríkin upp á að stjórna landinu í gegnum leppstjórn, borgarastyrjöld varð afleiðingin.
Í arabíska vorinu komu fram margvísleg þjóðfélagsöfl í miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem höfðu hver sína útgáfu af hvernig skyldi stokka upp spilin til að gefa upp á nýtt. Hófsamir lýðræðissinnar voru þar í bland við herskáa múslíma. Heil einræðisríki féllu, t.d. Líbýa, önnur urðu borgarastyrjöld að bráð, Sýrland. Um tíma varð Ríki íslams allsráðandi í stórum hluta Sýrlands og Íraks.
Hófsöm lýðræðisöfl töpuðu baráttunni andspænis einræðinu annars vegar og hins vegar trúarríkinu. Aðeins í Túnis virðist lýðræðisöflum takast að halda í skefjum alræðinu.
Einræðisherrann Assad í Sýrlandi er um það bil að tryggja vopnaðan frið þar í landi. Í yfirlitsgrein yfir þau ríki sem ekki urðu borgarastyrjöld að bráð, s.s. Egyptalandi, Marakkó og Sádí-Arabíu er dregin upp dökk mynd. Stjórnvöld þessara ríkja hafa keypt sér frið með ósjálfbærum niðurgreiðslum á lífskjörum til almennings. Ríkisvaldið meira og minna stjórnar efnahagskerfinu í anda kommúnisma. Fólki fjölgar og stjórnvöld hafa ekki efni á að kaupa sér frið til langframa. Fyrr eða seinna skellur á kreppa sem leysir úr læðingi undirliggjandi stjórnmálaólgu.
Hvers vegna tókst þjóðum Austur-Evrópu að breyta ríkisskipulaginu frá alræði í lýðræðisátt tiltölulega friðsamlega en þjóðum miðausturlanda virðist það fyrirmunað?
Þjóðir Austur-Evrópu byggja á stjórnmálamenningu sem getur aðlagað sig að stjórnskipulagi eins lengi og það uppfyllir lágmarksskilyrði um öryggi og velferð. Tvær heimsstyrjaldir á fyrri hluta síðustu aldar kenndu Evrópubúum að ókostir málamiðlana eru töluvert skárri en hreintrúarstefna, hvort heldur fasismi eða kommúnismi. Arabísk trúarmenning fór á mis við þessa lexíu.
Hreintrúarstefna, hvort heldur veraldleg eða ættuð af himnum ofan, býður ekki upp á málamiðlun. Þar gildir allt eða ekkert. En, sem sagt, lýðræði er málamiðlun.
Athugasemdir
Sæll Páll
Það er orðið langt síðan að menn áttuðu sig á því, að vestrænir fjölmiðlar, blaðamenn ásamt stjórnvöldum höfðu tekið þátt í því oftar enn einu sinni að koma inn lygum um gjöreyðingarvopn og borgarastríð. Þessar lygaátyllur er ennþá verið að reyna koma inn aftur og aftur til að styðja þannig við vestræn stjórnvöld áfram, eins og td. um að borgarastríð hafi verið í Líbýu og Sýrlandi, þegar um var að ræða innrásar- lið fjármagnað, þjálfað og vopnað af Vestrænum ríkjum.
Lygarnar um að gjöreyðingarvopn (WMD) væru í Írak virkuðu fínt, til að hefja stríð gegn Írak 2003, en Afganistan og Írak var bara alls ekki nóg fyrir Vesturveldin. Nú og því voru notaðar lygar (fake pretext) um að um að borgarastríð væri í Líbýu (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).
Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að fjármagna,vopna og þjálfa. Nú og við áttu bara að styðja allt þetta Múslimahatur líka fyrir fleiri svona stríð gegn hryðjuverkum, ekki satt?
Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/)
Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum lygaáróðri. Við höfum einnig frétt af þessum líka sérstaka stuðningi vesturlanda við ISIS, sem að ritstýrðu fjölmiðlar hér passa sig á að fjalla ekki um :
The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City?
RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO
British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels
BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS
Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo
The Security Council meets in secret after the arrest of NATO officers in Aleppo
En þetta er allt saman eitthvað sem verður örugglega aldrei fjallað um í fréttum hér á landi, ekki satt?
EXCLUSIVE: Aleppo Media Centre Funded By French Foreign Office, EU and US
Aleppo: What youre not being told
Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá vantar bara núna góða lygaátyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran næst fyrir Stærra Ísrael, því að Íran er næst á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.
Því er það mikilvægt núna að kom inn meira Múslimahatri í fjölmiðlum til að styðja þannig við næsta stríð gegn Íran fyrir hérna Stærra Ísrael, ekki satt?
Global Warfare: Were going to take out 7 countries in 5 years: Iraq ...
General Wesley Clark: Wars Were Planned
U.S. General Wesley Clark: ISIS is working on Mossad/CIA Plan
Real Reason for Syria War Plans, from Gen. Wesley Clark
US General Wesley Clark: War on Syria Planned in 1991
Syrian Regime Change Operation Part Of Broader Plan
“US helping spread Wahhabism all over the Middle East.”
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 10.9.2017 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.