Laugardagur, 9. september 2017
Einkarekstur eykur oflækningar
Oflækningar eru stundaðar af einkarekinni læknisþjónustu hér á landi, að því er fram kemur hjá landlækni. Ástæða oflækninganna, sem eru óþarfar aðgerðir er jafnvel valda heilsutjóni, er sú að einkalæknisþjónusta er borguð af ríkinu - en ekki sjúklingum - og ríkið greiðir fyrir afköst.
Einkarekstur í heilbrigðisgeiranum er meira og minna byggður á blekkingum. Það eina sem er ,,einka" við þennan rekstur er gróðinn sem fer í vasa einkaaðila. Ríkið borgar fyrir þjónustuna.
Almenn samstaða er hér á landi um að allir eigi kost á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Einkarekstur í þessum geira á ekki við nema á afar skýrt afmörkuðum sviðum, t.d. fegrunaraðgerðum og augnaðgerðum þar sem markmiðið er að leysa fólk undan því að nota gleraugu/linsur.
Einkarekstur í almennum lækningum veldur oflækningum og er sóun á almannafé.
Athugasemdir
Sennilega væri best að stilla málunum upp þannig að ef að einkalæknar vilja starfa að þá geri þeir það fyrir utan sjúkratryggingakerfið.
Að sjúklingar borgi allt sjálfir úr eigin vasa.
Jón Þórhallsson, 9.9.2017 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.