Góða fólkið sem skammast sín að vera Íslendingar

Eftir hrun var ,,ónýta Ísland" óopinbert slagorð góða fólksins. Það vildi afnema stjórnarskrá lýðveldisins, pakka fullveldinu saman og senda það til Brussel. En hrunið var ekki meira en svo að við réttum úr kútnum, þökk sé krónunni, sem góða fólkið hatast við.

Ísland býður þegnum sínum upp á öfundsverð lífskjör. Þess vegna kemur hingað fólk að vinna og setjast að. En sumir koma í leit að fríu fæði, húsnæði og dagpeningum. Og góða fólkið rekur upp ramakvein þegar útlendingum er vísað úr landi eftir að sýnt er fram á að viðkomandi eigi ekkert erindi hingað.

,,Ég skammast mín að vera Íslendingur" heitir herferð góða fólksins, sem nú stendur yfir á samfélagsmiðlum með dyggri aðstoð fjölmiðla sem reglulega birta fóður fyrir þá góðu að kjamsa á. Þetta nýja tilbrigði við ,,ónýta Ísland" er sumpart keyrt áfram af fólki sem beðið hefur skipbrot í lífinu.

Sumir í háværasta hluta góða fólksins eiga að baki persónulegt gjaldþrot, alkahólisma og brotnar fjölskyldur. Til er fólk sem ,,afrekar" allt þrennt. En samt gólar það á torgum samfélagsmiðla um að þjóðin eigi að skammast sín.

Fólk með ömurlegan æviferil á það til að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um mistökin í lífinu. Þetta fólk þiggur með þökkum hjartnæmar hannaðar sögur af flóttamönnum í bágindum, otar þessum sögunum framan í þjóðina og segir hrokafullt: þið eigið að skammast ykkar.

Vellíðunin, sem misheppnaður einstaklingur finnur fyrir, þegar hann hreykir sér í hlutverki mannvinar bætir upp vanlíðan ömurlegrar ævi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umsögnum þínum um "góða" fólkið er ég sammála ... en árás þinni á þá sem orðið hafa undir, get ég ekki stutt.

Mín skoðun er þver öfug, "góða" fólkið er það fólk í samfélaginu sem aldrei hafa þurft að lýða neitt.  Það stendur upp, með pólitískan áróður sem það apar eftir erlendum húsbændum sínum.  Oft, og iðum, til bölvunar þjóðinni ... Hrunið, er eitt af þessum dæmum.  Ísland gekk um og vildi einkavæða í anda Svíþjóðar, Bretlands ... en hvergi nokkurs staðar kom um skynsamleg umræða. Auðlegt þjóðarinnar varlögð í eina körfu ... ál körfuna.  Engin skynsamleg umræða ... bara ákveðin "elíta" sem réð.  Handhafar erlent fés, sem fengist hefur frá bandaríkjunum, evrópu og saudi arabíu.  Blóðpeningar, að sumu leiti.

Þeir sem hafa hlotið skipbrot í lífinu, er oftast fólk sem hefur séð fleiri en eina hlið á tilverunni.  Þetta eru "heimspekingar" samtímans ... þó ekki alltaf, því menn þurfa að hafa getað rétt úr sér og náð sér andlega úr dæminu.  En slíkt fólk, veit meira um tilveruna en allir aðrir samanlagt. Þó svo að meðal þeirra séu stór hópur, sem aldrei lærir af reynslunni. En þeir eru í sömu kví, og hinir "góðu" sem bara fylgja peningunum frá saudi, esb eða usa. Ég set ekki Putin með hér, því kauði hefur engan áhuga á Íslandi, en það getur breist og þá kemur enn eitt peningaflæðið til að hafa áhrif á landsmenn ...

Og stærsti hluti landsmanna, eru tilbúnir að selja sál sína fyrir auðlegðina.  Og fæstir þora að standa uppi, og segja eitthvað sem er óþægilegt ... sem ekki er "poppulismi" og á sér ekki stóran fylighóp. Það eru yfirleitt einungis þeir, sem hafa þurft að upplifa mótlæti sem þora því ... allir aðrir, fylgja klíkunni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.9.2017 kl. 09:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Af því þú ert sérfræðingur í að flokka fólk væri gaman að heyra hvort þú telur þig í hópi vonda eða góða fólksins...eða ertu kannski með fleiri hópa sem þú flokkar í ??

bara smá forvitni því ég er ekki lærður í sálnaflokkun.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.9.2017 kl. 10:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og aðeins í vibót.

Af því þú telur einstýnt að þeir sem hafa orðið undir í lífinu, hafa mátt þola hörmungar og fátækt og aldrei átt neina möguleika séu örugglega vonda fólkið þá er það áhugaverð nálgun.

Þar sem þú telur þig vafalaust til góða fólksins þýðir það að þú hafir alla tíð legið í bómull og borðað með silfurskeiðum ?

Satt að segja held ég að þú ættir kannski að líta aðeins í eigin barm þegar kemur að því að túlka líf annarra.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.9.2017 kl. 10:18

4 Smámynd: rhansen

..Tek eg undir hvert orð Páls i þessum pistli .þó mer leyðist fátt meira en orðið "Góða Fólkið "  en vil bæta við af gefnu tilefni   "SJÁLFSHATRIÐ"  sem undir liggur og það reynir að leyna er ástæðan til að  það  er reyna OFT hefja sig hærra og sja sig annarsstaðar i tilverunni . Sorglega brotið fólk sem telur sig fa lif oG heilsu við að Stjórna öðrum og vita hvað öðrum er best vill komast til valda og láta lita upp til sin ...En hafa steingleymst að koma sjalfumm ser i lag og   vissulega blekkir rosalega oft aðra sem elta i von um eitthvað lika handa se    !......SORGLEGT   !

rhansen, 9.9.2017 kl. 17:57

5 Smámynd: Egill Vondi

Ég skammast mín lika yfir því að þetta fólk séu Íslendingar, svo við Góða Fólkið erum þá sammála einhverju þrátt fyrir allt. laughing

Egill Vondi, 9.9.2017 kl. 20:50

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er nokkurnvegin sammála pistilhöfundi.

Eitt af því sem að pistilhöfundur hefði getað gert; aðskylja fólk með ömurlega ævi sem lenti í þeirri stöðu ekki af sjálfsdáðum, frá þeim sem lentu í ömurlegri ævi af sjálfskaparvíti, en að öðru leyti er þetta nokkuð rétt.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 10.9.2017 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband