Föstudagur, 8. september 2017
Alvarlegt brot RÚV
RÚV nýtti sér nafnlausar heimildir til að saka eigendur veitingahúss á Akureyri um alvarlegt mannréttindabrot. Frétt RÚV skaut fyrst en spurði svo. Afleiðingarnar fyrir fórnarlömb RÚV eru skelfilegar.
Hvað gerir RÚV í framhaldi? Verður gerð rannsókn á þessum mistökum og fréttamenn endurmenntaðir í grunnatriðum blaðamennsku?
Nei, RÚV lætur fréttina standa en birtir leiðréttingu svo lítið beri á.
RÚV hagar sér eins og ríki í ríkinu. Stofnunin er í ríkiseigu en sætir aldrei ábyrgð. Það er ekki í lagi.
Standast almenna kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ruv gerist sekt um grófan atvinnuróg með alvarlegum afleiðingum, en er ruv líka sekt um útlendingahatur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.9.2017 kl. 10:47
RÚV mætti oftar hugsa í yfirveguðum lausnum heldur en æsifréttum;
Ber útvarpsstjórinn einhverja ábyrgð sem æðsti strumpurinn á þessari stofnun?
Allur fréttaflutningur virðist alltaf ganga út á að koma höggi á alla.
Kannski að það vanti meira að við myndum kjósa okkur pólitískan forseta á Bessastaði sem að myndi hugsa allt í lausnum og leiða sína þjóð inn í framtíðina með því að sýna hvernig best væri að gera hlutina með myndskýringum upp á töflu.
Jón Þórhallsson, 8.9.2017 kl. 11:04
Ruvak sagði frá að verkalýðsfélagið Eining - Iðja væri að rannskaka meint brot á þessu og hinu. Annað var það ekki.
Rétt frétt um að gerðir verkalýðsfélags og af hverju.
Páll virðist ekki hafa hlustað eða þá ekki heyrt ?
Jón Ingi Cæsarsson, 8.9.2017 kl. 15:40
,,Á fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar," segir í frétt á visi.is um málið.
Fréttamaður RÚV byggði frétt sína annað tveggja á slúðri eða skáldaði upp heimildir. Ekki í fyrsta sinn sem það gerist á þeim bænum.
Páll Vilhjálmsson, 8.9.2017 kl. 17:08
Hvað eru þið að segja, hneykslaðir að RÚV sé "Fake News," það eru engar fréttir.
Spurningin er; hversu lengi ættlar almenningur að láta neyða sig að borga í þessa peningahít?
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.9.2017 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.