Gjaldþrot gert glæsilegt

Fjölmiðlar, að því marki sem þeir stunda blaðamennsku, eiga að flytja sannar og óhlutdrægar fréttir. Eða það segir kenningin.

Gjaldþrot hlutafélags, eða einstaklings ef því er að skipta, hlýtur alltaf að vera dapurleg niðurstaða fyrir alla viðkomandi. Rekstur sem einu sinni var í lagi er kominn í þrot.

Ef tekst á síðustu stundu að bjarga rekstri frá gjaldþroti, líkt og Vefpressunni, er hægt að tala um nauðvörn. En blaðamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson orðar hlutina á sinn hátt: ,,við höf­um gert það með nokkr­um glæsi­brag."

Bara ef reksturinn hefði verið jafn glæsilegur og næstum því gjaldþrotið.


mbl.is Björn Ingi: „Umtalsvert afrek“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ertu þá búinn að koma auga á afreksmennina þína Páll? Það hlítur að verma þér um hjartarrætur um ókomin ár. 

Jónas Ómar Snorrason, 8.9.2017 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband