Fimmtudagur, 7. september 2017
2,5 milljarðar í hælisumsóknir, 650 milljónir til bænda
Þjóðfélagið fór á annan endann þegar 650 milljónir króna fóru til sauðfjárbænda sem berjast í bökkum. Á sama tíma fara 2,5 milljarðar króna í að afgreiða hælisumsóknir frá flóttamönnum sem koma frá öruggum löndum til Íslands að fá frítt fæði og húsnæði og dagpeninga.
Hvað er í gangi?
Framfærslan talin aðdráttarafl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engeyjarættin er í fullum gangi, það er svarið við spurningu þinni pistilhöfundur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.9.2017 kl. 22:15
Nei, Páll, það var búið að ætla í þetta um tveimur og hálfum milljarði á fjárlögum, en fyrirséð, að þeir fari um þrjá milljarða fram yfir þær heimildir. Þó getur ný og farsæl reglugerðarbreyting Sigríðar Andersen 1. þessa mánaðar dregið verulega úr þeim aukna kostnaði, sem þarna var fyrirséður, því að nú verður hælisleitendum vísað til síns heimalands í stórauknum mæli næstu vikur og mánuði, og var löngu kominn tími til, en nefbeinsleysi annarra ráðherra hingað til verið til trafala.
Já, setjum ekki bara 650 milljónir í að hjálpa sauðfjárbændum, heldur tvöfalda eða þrefalda þá upphæð, lækkum þannig líka lambakjötsverðið úr búðum svo að um munar (og tökum strangt á okri milliliða), björgum þessari góðu stétt, og bætum okkar matarmenningu, enda eru pizzur, skyndibitar og svína- og kjúklingakjöt úr píndum og dópuðum dýrum óverðugur matur í samanburði!
Jón Valur Jensson, 7.9.2017 kl. 23:54
... það var búið að ætla í þetta um tvo og hálfan milljarð ...
átti að standa hér!
Jón Valur Jensson, 8.9.2017 kl. 00:03
Þetta gat ekki gengið svona lengur og þar kom að ráðherra í ríkisstjórn Íslands stjórnaði af skynsemi og festu,þökk sé henni.
Tek undir með JVJ það er skylda að styðja sauðfjárbændur og lýtur öll skynsemi að því. Esbsinni í ráðherrastóli er að ganga á rétt Íslendinga til að halda landinu í byggð.Það verður ekki setið þegandi yfir því, lömbin munu ekki þagna.
Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2017 kl. 02:59
Vel mælt og góð lokaorð, Helga!
Jón Valur Jensson, 8.9.2017 kl. 06:59
Hælisleitendur og rollan eiga það sameiginlegt, að bæði fyrirbærin eyðileggja umhverfið, a.m.k. ef hælisleitendurnir koma frá múslimalöndum.
Mér finnst jafn sauðheimskt að ausa peningum í bændur með fimm rollur og einn hund og tilhæfulausa hælisleitendur. Ef sauðfjárbúskapur ber sig ekki, á hann að fara á hausinn og efnahagsflóttamenn eiga að vinna fyrir sér.
Best væri því að hætta að ausa úr tómum ríkissjóð í óarðbæran búskap og velferðamenn (velferðarferðamenn).
Theódór Norðkvist, 8.9.2017 kl. 16:53
Djúpviturt eða hvað? Ekkert viðkvæði er eins oft notað þegar manneskja hefur klúðrað stjórnun á verkefni sem henni er trúað fyrir eins og við-lærum bara af þessu.
En það er sjaldan nokkuð annað tækifæri og allra síst þegar stjórnvaldið sem þessu stýrir, sér landið sitt sem hverja aðra fylgju sem hýsti það í frumeindum sínum og skaðinn er skeður.
Það á að styrkja landbúnað hér annars kemur það okkur í koll síðar.
Svavar Halldórsson er á góðri leið með að vinna markaði fyrir afurðina og íslendingar vilja kaupa það meira unnið.
Það á einnig að lækka rafagnsverð til grænmetisræktunar.
Kindugt að vila frekar sýklalyfsfullar matvörur minnug skátanna sem sýktust af káli frá Evrópu (gleymdist að sprauta honum)
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2017 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.