500 milljónir fyrir 2-4% hlut í skoðanamyndun

Á Íslandi er hægt að tala um þrjá almenna fréttamiðla, Morgunblaðið, Fréttablaðið/Stöð 2 og RÚV. Að auki eru sérhæfðari fréttamiðlar, s.s. Viðskiptablaðið. Aðrir fjölmiðlar eru umræðumiðlar, taka þátt í skoðanamyndun.

Vefpressan með Eyjuna og DV; Stundin, Kvennablaðið og Kjarninn eru samfélagsmiðlar í fjölmiðlalíki. Fréttirnar sem þessir miðlar flytja eru neðanmálsgreinar við efni almennu fréttamiðlanna, stundum með fersku sjónarhorni og oftast með skoðun.

Heilmikil verðmæti liggja í miðlum sem sinna skoðanamyndun. Þess vegna eru greiddar 500 milljónir fyrir útgáfu sem kannski mælist með 2-4 prósent hlut í skoðanamyndun á Íslandi


mbl.is Sigurður G. eignast Pressuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband