Laugardagur, 2. september 2017
Flokkur fólksins sækir fylgi vinstri hægri
Flokkur fólksins er í þeirri öfundsverðu stöðu að sækja fylgi bæði frá hægri og vinstri. Það þýðir að erfiðara er fyrir pólitíska andstæðinga að festa flokkinn á bás og gera hríð að honum tjóðruðum til hægri eða vinstri.
Flokkur fólksins talar fyrir þá sem telja sig afskipta í góðærinu og krefst þess að forgangsraðað verði upp á nýtt. Á meðan milljörðum er mokað í málaflokka sem varða íslenskan almenning litlu sofa fátækir landsmenn okkar í tjaldi í Laugardal.
Ruðningsáhrif Flokks fólksins á stjórnmálaumræðuna eru rétt að hefjast.
Flokkur fólksins með 11% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rétt Páll. Ef flokkarnir taka sig ekki á þá leitar fólk einfaldlega að nýjum kosti. Sjálfstæðisflokkurinn þarf líka að skoða mál eins og sóunina í "flóttamennina" og það að ekki skiptir fólk máli hvort það boragar í lifeyrissjóð eða ekki. - Útkoman er nokkurn veginn sú sama.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.9.2017 kl. 21:08
Það eru engu líkara en uppgötvast hafi fúi í öflugasta flokki Íslands.Ef ég mætti ráða skipti ég Unni Brá út og fengi Pál Magnússon í staðinn.
Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2017 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.