Föstudagur, 1. september 2017
Halldór, Sjálfstæðisflokkurinn og góða fólkið
Góða fólkið keppist við að gera Halldór Jónsson bloggara að áhrifamanni í Sjálfstæðisflokknum. Tilgangurinn er að búa til úr Sjálfstæðisflokknum sérstakan verndara barnaníðinga.
Tilefnið er umræðan um uppreisn æru. Halldór tók þátt í umræðunni og fannst hefnigirni og dómharka keyra úr hófi. Halldór bar blak af lögmanninum sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot, tók út sína refsingu en sótti um uppreisn æru á grunni 80 ára gamalla laga og fékk frá forseta Íslands.
Úr málsvörn Halldórs smíðar góða fólkið kenningu um að bloggarinn sé áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum og að flokkurinn haldi verndarhendi yfir barnaníðingum. Góða fólkið seilist nokkuð langt þegar hlaða skal í galdrabrennu.
Halldór Jónsson plokkar í sundur málatilbúnað góða fólksins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.