Miðvikudagur, 30. ágúst 2017
Hægribylgja í Evrópu og á Íslandi
Hægriflokkurinn í Noregi mælist stærstur flokka. Gangi það eftir í kosningunum í næsta mánuði yrði brotið í blað. 100 ár eru síðan Hægriflokkurinn var stærri en Verkamannaflokkurinn. Annar hægriflokkur, Framfaraflokkurinn, stefnir í gott mót í landi forfeðranna.
Kristilegir demókratar ætla að rúlla upp þýsku kosningunum, sem eru á næsta leiti. Nýr hægriflokkur, AfD, gæti orðið þriðji stærsti flokkurinn og það yrðu söguleg tíðindi.
Á Íslandi er Sjálfstæðisflokkurinn í sókn í höfuðborginni. Flokkur fólksins styrkir sig sem stjórnmálaafl en vinstriflokkar eru í lægð. Framsóknarflokkurinn hrapar.
Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Myndum við ekki skilgreina Flokk fólksins sem vinstri flokk í sókn?
Jón Þórhallsson, 30.8.2017 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.