Múslímar milli nútíma og miðalda

Tyrkland var vestrænt múslímaríki áður en Erdogan forseti tók til við að farga mannréttindum í þágu trúarsetninga. Tyrkland er allt frá sjöunda áratug síðustu aldar í biðsal Evrópusambandsins að komast inn í félagsskapinn. Núna stefnir í að þeir hverfi til trúarinnar á kostnað mannréttinda.

Tyrkland er á jaðri ófriðarsvæðis miðausturlanda þar sem ónýt ríki, Sýrland og Írak, reyna að lappa upp á veraldlega stjórnmálamenningu í stríði við herskáa öfgamenn úr röðum múslíma. Trúarríkin Sádí-Arabía, þar sem súnní-múslímar ráða ferðinni, og Íran, höfuðríki shíta-múslíma, blása í glæður stríðsátaka.

Múslímar ætla að taka sér langan tíma að gera upp á milli miðalda og nútíma.

 


mbl.is Segir Tyrki fjarlægjast Evrópu hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband