Ótti við innflytjendur er ekki rasismi

Ótti vestrænna þjóða við straum innflytjenda stafar af þeirri reynslu að innflytjendur, einkum múslímskir, aðlagast illa vestrænum samfélögum. Þannig segja 65,6 prósent Þjóðverja aðlagist illa eða mjög illa þýsku samfélagi.

Þegar stórir hópar innflytjenda frá framandi menningu setjast að í vestrænum ríkjum verða til menningarkimar sem hafna vestrænum gildum, t.d. mannréttindum. Reynslan sýnir að úr þessum menningarkimum spretta einstaklingar hneigðir til hryðjuverka gegn því samfélagi sem elur önn fyrir þeim.

Rasismi er í grunninn kynþáttahyggja, sannfæring um að einn kynstofn sé öðrum æðri. Ótti við innflytjendur er ekki sprottinn af rasisma heldur áhyggjum af framtíð samfélags sem leyfir framandi menningu að leggja undir sig svæði, borgarhverfi eða bæi, þar sem aðrar reglur gilda um siði og háttu en almennt í samfélaginu.

Þorgeir Ljósvetningagoði var ekki rasisti þegar hann sagði fyrir þúsund árum að menn ættu að hafa einn sið í landinu. Hann vakti athygli á því augljósa. Samfélag með einn sið hefur ein lög. Forsenda fyrir samfélagsfriði er samkomulag um grunngildi, siði og lög.


mbl.is Nær helmingur óttast innflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er allt saman rétt athugað hjá þér.

Það gæti verið verkefni fyrir einhverja kristnihátíðarnefnd að reisa styttu af Þorgeiri Ljósvetningagoða einhversstaðar á þingvöllum.

Jón Þórhallsson, 27.8.2017 kl. 10:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að "Góða Fólkið" sé ekki sammála því að VIÐ séum ekki rasistar...

Jóhann Elíasson, 27.8.2017 kl. 11:52

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt. Við þetta má síðan bæta því vandamáli sem heima fyrir skapast við það,

þegar innfæddir telja að sér þrengt með "dekri" við innflytjendur og fara að

sýna þeim andúð - eða jafnvel fjandskap.

Það er lítill menningarauki að því að leysa upp gildishlaðna merkingu

hugtaksins: "rasismi".

Árni Gunnarsson, 27.8.2017 kl. 13:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þorgeir vildi leyfa mönnum útburð á börnum og að "blóta á laun" emda þótt einn siður gilti í landinu að meginstofni. 

Hvort tveggja lagðist þó af með tímanum. 

Ómar Ragnarsson, 27.8.2017 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband