Á að banna kóraninn?

Kóraninn er hættulegur. Þetta helgirit múslíma er notað til að réttlæta morð á saklausu fólki víða um heim. Jú, það er rétt að allur þorri múslíma er friðsamur og stundar ekki ofbeldi.

Engu að síður er lítill minnihluti múslíma afkastamikill í hryðjuverkum. Og sækir hvatningu í kóraninn í þeirri iðju að drepa fólk af handahófi.

Eigum við þá að banna helgirit múslíma? Nei, kóraninn er hluti frjálsrar orðræðu og menningarverðmæti líkt og biblían.

Með sömu rökum eigum við ekki að banna ádeilurit eins og Charlie Hebdo eða önnur sem fara fram með misjafnlega smekklegum hætti gegn trúarsannfæringu fólks.

Trú, hvort heldur kristni eða íslam, verður að þola áreiti. Trúin stendur ekki ofar frjálsri orðræðu.


mbl.is Charlie Hebdo ögrar enn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

BIBLÍAN  minnir okkur á Móses sem að færði okkur BOÐORÐIN 10.

En það mætti banna kóraninn og láta loka öllum múslima-moskum mín vegna.

Jón Þórhallsson, 26.8.2017 kl. 14:51

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stjórnarskráin styður kristinn sið sérstaklega, ekki villukenningu Múhameðs og enn síður fjölgyðistrú og guðleysi.

Skárri og skjótvirkari aðferð en að banna Kóraninn er að banna erlenda styrki til að reisa hér moskur og mínarettur og til reksturs þessara fyrirbæra, þ.m.t. að borga ímömum þeirra eða kennimönnum laun.

Ennfremur ætti að stöðva innflutning múslima til landsins næstu fimm árin a.m.k. eða þar til linnir hryðjuverkum þeirra á meginlandinu í mánuði hverjum.

Jón Valur Jensson, 26.8.2017 kl. 15:12

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Jóni Val.

Theódór Norðkvist, 26.8.2017 kl. 17:53

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Og Jóni Þórhallssyni líka, ef út í það er farið.

Theódór Norðkvist, 26.8.2017 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband