Costco og örmarkaðurinn Ísland

Costco lækkaði vöruverð í landinu, ekki aðeins í Garðabæ og nágrenni. Fólk leggur á sig ferðalög til að versla við nýju búðinni. Vöruverð í Costco mælist í mörgum tilfellum tugum prósenta lægri en í íslenskum lágvöruverslunum og dæmi eru um mörg hundruð prósenta mun. Til að keppa við Costco verða aðrar verslanir að taka til í rekstrinum og bjóða betra verð. Þetta heitir samkeppni.

Á hinn bóginn er það alveg rétt hjá Jóni Gerald Sullenberger að samkeppni við Costco er ekki á jafnréttisgrunni. Costco er alþjóðleg risaverslun, þær íslensku eru örlitlar í samanburði.

Neytendur munu eflaust fyrirgefa einhvern verðmun, sem er þeim íslensku í óhag. En þeir dagar eru liðnir að íslenskar verslanir geti í skjóli fákeppni látið eins og þær eigi markaðinn.


mbl.is Ófyrirséðar afleiðingar af Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er greinilega svigrúm fyrir talsverðar verðlækkanir hjá íslenzku smásölukeðjunum miðað við þær fjárfestingar sem þær eru tilbúnar að leggja í til að mæta samkeppninni frá Costco.  Ef Hagar hefðu til dæmis ekki ætlað að gleypa Lyfju og Olís, en þess í stað lækkað verð og rekið fyrirtækið með hóflegri álagningu, þá hefðu neytendur ekki haft ástæðu til að flýja unnvörpum í faðm Costco.  En forstjóri Haga sýndi af sér dómgreindarbrest og óskiljanlegt að hann skuli ekki hafa verið látinn axla ábyrgð.  Hvað svo sem hægt var að segja um eigendur Baugs þá var hægt að treysta því að Bónus var leiðandi í lágu vöruverði.  Svo er greinilega ekki í dag.  Nú er enginn munur lengur á Bónus, Krónunni eða Nettó.  Þessvegna verzla menn við Costco!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.8.2017 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband