Miðvikudagur, 23. ágúst 2017
Stýrivextir svínvirka, slegið á fasteignabóluna
Ákvörðun Seðlabankans um óbreytta stýrivexti virðist koma sumum á óvart. Á hlutabréfamarkaði virtust a.m.k. sumir gera ráð fyrir áframhaldi á vaxtalækkun.
Strax eftir að ákvörðun bankans var tilkynnt féllu öll hlutabréf í verði. Þegar á daginn kom að ákvörðunin veikti krónuna styrktust hlutabréf fyrirtækja sem fá drýgstan hluta tekna sinna í gjaldeyri, Icelandair og Marel.
Fasteignafélögin sem mala gull á fasteignabólunni fengu ekki þá innspýtingu sem þau gerðu ráð fyrir, í formi lægri vaxta, og guldu afhroð á hlutabréfamarkaði. Fasteignafélögin Eik og Reitir lækkuðu bæði um meira en 4 prósent í viðskiptum dagsins.
Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag svínvirkar. Hún leiðréttir gengi krónunnar og slær á fasteignabóluna.
Stýrivextir áfram 4,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.