Miðvikudagur, 23. ágúst 2017
Frosin stjórnmál - nema hjá Flokki fólksins
Stjórnmálin eru frosin, eins og þau birtast í fylgi við stjórnmálaflokka. Flokkur fólksins er eina stjórnmálaaflið sem sækir í sig veðrið.
Jákvæði fréttirnar eru að ef mælingar sýna verulegt flökt á milli flokka er það vísbending um óreiðu í þjóðarsálinni. Allt síðasta kjörtímabil var undirliggjandi spenna, sem gerði t.d. Pírata að stærsta flokki landsins í mörg misseri.
Í þessu ástandi þarf ríkisstjórnin ekki að hafa áhyggjur. Enginn valkostur er við stjórn Bjarna Benediktssonar. En festist þessi staða í sessi næstu vikur og mánuði er tímabært að grípa til aðgerða, t.d. að skera úr snörunni fylgislausu flokkana sem hanga eins og hundur á roði í stjórnarráðinu.
Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tveir flokkar, Viðreisn og Flokkur fólksins, eru með um 6& fylgis í þessari skoðanakönnun. Hvernig er hægt að segja að annar þeirra sé með mikið fylgi en hinn fylgislaus?
Ómar Ragnarsson, 23.8.2017 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.