Auðmannafélagið Viðreisn

Auðmenn stofnuðu Viðreisn og eiga félagsskapinn. Og það eru ekki auðmenn af hvaða sort sem er heldur ESB-sinnaðir - þess vegna er samfylkingarfjárfestirinn Vilhjálmur Þorsteinsson meðal hluthafa í Viðreisn.

Auðmenn eiga fullan rétt á að stofna stjórnmálaflokka um áhugamál sín. Aftur er opin spurning hvort auðmenn eiga að fá mótframlög úr sjóðum almennings til rekstursins.

Núverandi fyrirkomulag ríkisstyrkja til þingflokka gerir ráð fyrir að um leið og stjórnmálaflokkur fær tiltekinn atkvæðafjölda opnast sjálfkrafa fjárstraumur úr ríkissjóði.

Auðmenn geta sem sagt lagt til stofnframlag, áhættufjárfestingu, í stjórnmálasamtök og veðjað á 2,5 prósent fylgi eða meira og fengið þá ríkispeninga til að reka félagið.

Auðmenn leysa til sín hagnaðinn í formi áhrifa á stjórnarstefnu. Helgi, Vilhjálmur og aðrir fjárfestar eru nokkuð vel settir með þrjá Viðreisnarráðherra og hlutdeildarskírteini í ráðherrum Bjartar framtíðar.


mbl.is Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það má lesa það milli línanna í þessari frétt að Viðreisnarmenn eru ekkert annað en "LAUMUDEMÓKRATAR".........

Jóhann Elíasson, 22.8.2017 kl. 11:49

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þessi esb-flokkur virðist líka vera gaypride-flokkur;

þess vegna er útilokað að ég kjósi hann.

Jón Þórhallsson, 22.8.2017 kl. 11:59

3 Smámynd: Hrossabrestur

Er það eðlilegt að svona maður geti verið setja stórfé í stjórnmálaflokk frá fyrirtækjum sem hann á eða hluti í?

Hrossabrestur, 22.8.2017 kl. 13:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Meðan talhlýðnir sundraðir kjósendur sáu ekki framfyrir nefið á sér,voru þeir að plana langt fram í tímann. Áhrifanna er löngu farið að gæta,þétta byggðina sunnanlands og rýma til í sveitunum. Skipulagið er jú "Demó" Jóhann minn.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2017 kl. 13:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo virðist sem mörg framlög fari langt yfir það sem heimilt er samkvæmt lögum. Refsivert athæfi í tengslum fjárreiður hjá þeim flokki sem fer með fjármálaráðuneytið. Það verður forvitnilegt að sjá hvort einhver muni axla ábyrgð á þessum afbrotum í starfi flokksins.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2017 kl. 13:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Úr 12. gr. laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka:

"Hver sem tekur við framlögum, eða jafnvirði þeirra, sem óheimilt er að veita viðtöku skv. 6. gr. eða hærri framlögum en heimilt er skv. 7. gr. skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum."

"Heimilt er að gera upptæk til ríkissjóðs framlög sem tekið er við án heimilda eða umfram heimildir samkvæmt lögum þessum eftir því sem segir í VII. kafla A almennra hegningarlaga."

Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2017 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband