Föstudagur, 18. ágúst 2017
Karlar þræla, konur ekki
Tæplega 30 prósent karla vinnur meira en 50 klukkustundir á viku. Hlutfall kvenna með sama vinnutíma er minna en tíu prósent, samkvæmt tölum Hagstofu.
Kynjajafnrétti á vinnumarkaði er nær eingöngu rætt út frá launamun, sem er konum í óhag.
Við treystum því að Jafnréttisstofa komi sterkt inn í umræðuna um hvernig veikara kyninu er þrælað út á vinnumarkaði á meðan konur vinna skemur og njóta meiri frítíma.
Fleiri vinna 40 stundir í viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn er hér flaggað margra áratuga gamalli karlrembulegri skilgreiningu á störfum karla og kvenna þar sem heimilis- og uppeldisstörf kvenna eru að engu metin.
Ómar Ragnarsson, 18.8.2017 kl. 12:53
Ómar, þetta er könnun á launavinnu fólks, þar sem samanburður er gerður á kynjum. Könnunin nær ekki til heimilis- og uppeldisstarfa. Þú gefur þér að þau störf sé eingöngu á herðum kvenna. Er það ekki dálítið gamaldags?
Páll Vilhjálmsson, 18.8.2017 kl. 13:04
Páll. Þetta er þarfur áminningarpistill hjá þér.
Eitt sinn heyrði ég einhvern álitsgjafa-"vitringinn" segja að með jafnlaunavottun mætti löglega draga laun karla niður á óverjandi láglaunaplan kvenna? Skelfileg þróun!
Kannski var þetta ekki orðað akkúrat svona, en ekki var hægt að misskilja meininguna með jafnlaunavottunar planinu.
Kynjalaunajafnrétti á vinnustöðum er einskis virði, ef á að draga alla niður á óverjandi og ólöglegt þrælaplan! Í boði þrælastefnu EES/ESB og Vatíkanónanna hauspokuðu?
Jafnrétti!
Í Vatikaninu?
Það er ekki jafn-rétti, nema réttur allra verkamanna/kvenna-fyrirtækja-velferð sé siðferðislega og mannlega verjandi samkvæmt skylduðum stjórnarskrártilgreindum skattgreiðandi ríkisréttindum.
Lífeyrisgreiðslur?
Rán!
Brúttólaun/hagnaður eftir skattsjóðsríkis skikkaðan tilverukostnað verða að standast siðmenntaðra ríkja opinberlegar afkomu-kröfur.
Þorsteinn Víglundsson og hans ráðuneytisstjóri verða að kynna sér hver tilgangur jafnlaunavottunar stefnunnar raunverulega er, í handriti nútíma Gestapó-þrælahaldara heimsveldisins!
Það eru bara nokkrir áratugir síðan Gestapó rak skepnulegt þrælastríð!
Eru virkilega allir skólar nútímabarna/unglinga búnar að stroka út söguna og sannleiks staðreyndirnar?
Guðsorkan almáttuga og algóða opni augu sem flestra jarðarbúa fyrir raunveruleikanum glæpsamlega sem er verið að framfylgja, samkvæmt handriti snarklikkaðra og sjúkra manna fyrir mörgum öldum síðan.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2017 kl. 13:25
Líklega hefði fyrirsögnin verið réttari með "fleiri karlar þræla en konur", það er að segja á vinnumarkaði.
Kolbrún Hilmars, 18.8.2017 kl. 14:02
Kolbrún. Þetta held ég að sé rétt hjá þér. Fleiri karlar þræla "launaða" og skattrænda vinnu heldur en konur, á "launuðum" lánadrottnanna kúgandi þrælavinnumarkaði Íslands.
Konur eiga svo í mörgum tilfellum heimilisstörfin ólaunuðu eftir þegar heim er komið.
Engum kemur það reyndar við hvernig vinnufært heimilisfólk skiptir með sér verkum heima hjá sér, og mikilvægt að muna það.
Það er ekkert nýtt að heimavinna kvenna hefur ávalt verið mikil og vanmetin og ólaunuð. Heimilið er ekki reiknað sem launaður vinnustaður. Og álagið ekki metið.
Sumir öryrkjar/eldriborgara geta ekki einu sinni unnið þá vinnu sem þeir kannski mögulega ráða við utan heimilis, til að fá laun, til að standa undir launum við aðkeypta aðstoð við illa og/eða óviðráðanlega heimilisvinnu!
Vinna utan veggja heimilis er launuð, en sama vinna innan heimilisveggja er ólaunuð. En tekur jafn mikið af starfsþreki og ef sú vinna væri unnin utan veggja heimilis.
Þetta hafa ráðavaldsins yfirstjórnmálamenn bakherbergjanna ekki ennþá skilið. Og ekki eru líkur á að þeir skilji það nokkurn tíma, að öll vinna er sama álag, hvort sem vinnan er utan heimilis eða innan veggja heimilis. Með eða án launa!
Pappírs/tölvu-gervigreindar embættispésar skilja ekkert hvað þeir eru raunverulega og stjórnsýlslast með, ef þeir skilja og meta ekki alla vinnu sem launanna vermæti.
Jafnlaunavottun?
Hvað ætli það þýði raunverulega?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.8.2017 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.