Fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Lee og Lenín - list, pólitík og saga
Robert E. Lee var snjall hershöfðingi, sem tapaði stríði Suðurríkjanna gegn Norðurríkjunum. Eftir stríðið var Lee minnst sem ,,góða" Suðurríkjamannsins og var aftengdur málstað þrælahaldsins. Hann fékk af sér styttur og sýndur sómi í tregasöngnum The night they drove old Dixie down þar sem eymd og volæði tapaðs málstaðar eru gerð skil.
Á seinni tíð fær Lee aðra umsögn. Hann var þrælahaldari og fyrirleit þeldökka.
Styttur af Lee eru fjarlægðar í Bandaríkjunum á meðan stytta af rússneksa byltingarforingjanum Lenín fær að standa í Seattle. Styttan af Lenín kom til Bandaríkjanna eftir að höfundarverk hans, Sovétríkin, féllu. Hún þótti sögulegt rusl í fyrrum kommúnistaríkinu Tékkóslóvakíu en varð að list í Seattle.
Glataður málstaður Suðurríkjanna er ekki list í Bandaríkjunum en arfur kommúnismans fær þann gæðastimpil. Sem segir okkur að list er margræð, pólitíkin mótsagnakennd og að sagan er í sífelldri endurskoðun.
Styttur fjarlægðar í skjóli nætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sagt að Robert E. Lee hafi verið beðinn að taka að sér stjórn Norðurríkjahersins, en ekki vilja berjast gegn heimaríki sínu; hafi sagt munu berjast með sínu heimaríki. Hann vann svo að sáttum eftir stríð og var vel virtur fyrir vikið.
Það er óhugnanlegt að sjá styttur brotnar af vinstrisinnuðum nýtalibönum í borgum Bandaríkjanna án nokkurra athugasemda. M.a.s. bolsévíkar létu það eiga sig að mestu eftir valdaránið í Rússlandi.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 17.8.2017 kl. 10:25
Það er hollt hverri þjóð að minnast líka dimmra tíma. Minningin minnkar líkur á að þeir endurtaki sig.
Ragnhildur Kolka, 17.8.2017 kl. 10:42
Málið er að í dag er sagan ekki hvorki hér né annarstaðar.Ef hún er kennd á annað borð þá eru það venjulega vinstri sinnaðir prófessorar sem æsa nemendur upp með röngum áherslum.
Þrælarnir höfðu það gott á meðan þrælastríðið geisaði yfir en eftir að þeir fengu frelsið þá byrjuðu erfiðleikarnir. Fjölskyldur tvístruðust og eftir voru gamalmenni sem plantekrurnar sáu um.
Valdimar Samúelsson, 17.8.2017 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.