Lýðræði og móðursýki

Bandaríkin eru þjökuð af einræðisfóbíu rétt eins og þau voru heltekin af kommúnistafóbíu árin eftir seinna stríð. Í Trump sjá margir Bandaríkjamenn einræðisherra, alveg eins og þeir sáu kommúnista í saklausum jafnaðarmanni fyrir hálfri öld.

Á þessa leið er greining tveggja sagnfræðinga í New York Times.

Trump komst til valda, segja Moyn og Priestland, vegna þess að efnahagskerfi Bandaríkjanna bjó til fátæka millistétt sem sá sínum hag best borgið með Trump í embætti forseta. Í stað þess að gefa sig móðursýkinni á vald væri nær að bjóða fram efnahagslega valkosti sem stuðla að jafnara og réttlátara þjóðfélagi.

Trump er ekki einræðisherra og hann er ekki heldur handlangari Pútín Rússlandsforseta. En á meðan andstæðingar Trump dunda sér við að teikna Trump upp sem fasískan djöful er ekkert að frétta af pólitískum valkostum við þá stefnu sem leiddi Trump til valda.

Móðursýki stuðlar ekki að lýðræði, heldur hatri og ofbeldi.


mbl.is Sökin hjá báðum fylkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ofsóknir Hillary-liðanna í demókrataflokknum á hendur Trump kallinum eru löngu orðnar ferlegri en maður hefur séð lengi. Þeir hundelta manninn og hann gefur þeim líka oft tækifæri með orðavali sínu. Ætli hann hafi bara ekki lúmskt gaman af því að espa þá upp og láta þá blása? Hann er ekkert að svara þeim endilega heldur bara slær nýtt högg sem gerir þá hálfu verri. Það virkar oft vel í pólitík á vinstri menn sem finna oftast svo mikið til sín. 

Halldór Jónsson, 16.8.2017 kl. 08:39

2 identicon

Halldór, ef þetta væri ég myndi ég fara úr leið til að segja eitt og annað til að fá þennan nasista skríl til að hoppa.  Síðan á maður að hætta að kalla þá Demokrata, framferði þeirra er ekkert skárra en framfarir nasista í þýskalandi fyrir stríðsárin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.8.2017 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband