RÚV: Trump góður á alþjóðlega villinga

RÚV flytur ekki lof um Trump. Hádegisfréttir í dag voru þó undantekning. Snemma í fréttatímanum sagði að hótanir Trump um að láta eldi og brennisteini rigna yfir Norður-Kóreu bæri þann árangur að kommúnistaríkið lætur af vopnaskaki um sinn.

Seint í sama fréttatíma var frásögn af trúarríkinu Íran, sem kvartar undan stríðslyst Trump.

Ef Trump heldur í skefjum kommúnistaríki og múslímsku klerkaríki er hann til nokkurs nýtur, sagði RÚV í hádeginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Sagt er að Donald Trump sé svo hættulegur vegna þess hve óútreiknanlegur hann er.

Yfirlýsingar hans hafa gert alla heimsbyggðina skelkaða. Jafnvel Kínverjar og Kim Jong-Un virðast hafa tekið þær alvarlega og staldra við. 

Ef Obama hefði komið með svipaðar yfirlýsingar, þá hefði sennilega enginn hlustað á þær.

Svo að farið sé í "ekki sögu", þá má spyrja sig hvernig farið hefði ef einhver annar en Neville Chamberlain, t.d. einhver "Trump"(eða kannski bara Churchill), hefði verið forsætisráðhrrra Breta sumarið 1938.

Vegir stjórnviskunnar geta verið torfærir, en vonum það besta.

Hörður Þormar, 15.8.2017 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband