Skólarnir byrja, snjókorn falla

Nemendur á fyrsta ári í háskóla kunna ekki að skrifa heila setningu, en væla endalaust um að ekki sé tekið tillit til sérþarfa þeirra. Þeir eru kvartsár ólæs snjókorn.

Nei, þetta er ekki lýsing úr íslenskum háskóla, heldur breskum. Tibor Fischer er kennarinn sem lætur nemendur heyra það og kveðst ekki einn um hafa þetta álit.

Snjókorn er samkvæmt slanguryrðabók frjálslyndur einstaklingur sem móðgast um leið og hann heyrir eða sér eitthvað sem ekki fellur eins og flís við rass eigin fordóma. Snjókorn telja sig einstæð en eru í reynd viðkvæmust fyrirbæra - eins og fyrirmyndin.

Menningin sem elur af sér fyrirbærið snjókorn er velmegun án lífsbaráttu. Blessuð snjókornin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband