Miðvikudagur, 9. ágúst 2017
Heimurinn bjargar Trump
Norður-Kórea heldur Trump Bandaríkjaforseta í alþjóðlegu sviðsljósi. Leiðtogi þýskra sósíaldemókrata og kanslaraefni berst frekar við Trump en Angelu Merkel í kosningabaráttunni. Viðvarandi óöld í miðausturlöndum er vatn á myllu Trump, að ekki sé talað um hryðjuverk herskárra múslíma.
Trump þarf á þessari alþjóðlegu athygli að halda. Í bandarískum innanríkismálum eru fáar góðar fréttir fyrir forsetann. Honum tókst ekki að stokka upp sjúkratryggingakerfið og efnahagsmálin eru aðeins miðlungi í lagi.
Vegna ásakana um að vera handbendi Pútíns Rússlandsforseta á Trump yfir höfði sér ákæru um afglöp í starfi. Sumir spá að innan árs verði hann ekki lengur forseti.
En þegar heimsmálin eru í uppnámi er horft til Trump og hvað hann ætli að gera. Og fari svo að viðsjár aukast þjónar það hagsmunum sitjandi húsbónda í Hvíta húsinu.
Svara með eldi og ofsabræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.