Rétttrúnaður og fimm daga spár

Veðurvísindi, sá hluti þeirra sem fæst við loftslagsbreytingar, er í pólitískum heljargreipum. Ástæðan er einföld. Þessi vísindi urðu óvísindalegum rétttrúnaði að bráð.

Í nafni rétttrúnaðarins var spáð heimsendi af völdum manngerðra loftslagsbreytinga.

Rétttrúnaðarvísindin segjast sjá fyrir stórkostlegar loftslagsbreytingar af mannavöldum næstu hundrað árin.

Enginn veðurfræðingur getur gefið haldgóða veðurspá lengra fram í tímann en fimm til átta daga. En við eigum að trúa því að sömu vísindi viti að meðalhiti á jörðinni hækki um 0,2 gráður eftir áratugi.

Og meðal annarra orða: hver er aftur kjörhiti jarðarinnar? Einhver?


mbl.is Starfsmenn tali ekki um loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

 https://www.youtube.com/watch?v=BmsbWpg7LnY

Guðmundur Böðvarsson, 8.8.2017 kl. 16:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kjörhiti hlýtur að vera á ísöldum, þá eru engin leiðindadýr að skemma andrúmsloft og náttúru hnattarins.

Kolbrún Hilmars, 8.8.2017 kl. 16:30

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki veldur sá er varar við.

Ef ótti þeirra sem vilja draga úr notkun jarðefnaeldsneytis vegna hlýnunar gufuhvolfsins og súrnunar hafsins er ástæðulaus, þá er það hið besta mál. 

En hafi þeir rétt fyrir sér, þá getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Kjörhitinn er sá hiti sem er á jörðinni í dag, allar breytingar á veðurfari getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á allt jafnvægi í lífríkinu.

Náttúrulegar orsakir geta auðvitað gerbreytt loftslaginu, þær gætu jafnvel gert jörðina óbyggilega, en því fáum við ekki ráðið. En það er óþarfi að gera jörðina að einhverri "tilraunastofu" fyrir loftslagsrannsóknir.

Hörður Þormar, 8.8.2017 kl. 16:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, hvað er eðlilegt ástand hitastigsins?

Halldór Jónsson, 8.8.2017 kl. 19:54

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvort hefur jörðin verið kaldari lengur en heitari á sínu æviskeiði?

Og hvenær eignuðumst við jörðina eftir aðrar lífverur?

Halldór Jónsson, 8.8.2017 kl. 19:56

6 Smámynd: Hörður Þormar

Já, kannski væri það best fyrir lífríkið á jörðinni, ef mannkynið tortímdi sér í kjarnorkustyrjöld.foot-in-mouth

Hörður Þormar, 8.8.2017 kl. 20:09

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég les oft "Hungurdiska" og hef gaman af þegar Trausti sýnir sveiflurnar á íslandi.-- Ég man eins langt aftur í tímann og aldur leyfir eins og ótrúlegum regnsumrum,einnig snjókomu fram í júlí fyrir vestan og svo hlýjasta dags febrúar hér í RVK sem ég hef upplifað."Á sandölum og ermalausum bol"   

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2017 kl. 00:09

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef mannkynið tortímdi sér í kjarnorkuárás, þá fengjum við vonandi og líklega öll að fara með sömu gufuvél yfir móðuna miklu í heimana nýju. Og ég hef sagt að það verði nú aldeilis gaman þegar maður fer í útfarar-flugferðina, því þá geti maður farið til tunglsins og víðar. Það er ekki sem verst að hugsa til þess:)

Og það svona alveg án þess að þurfa að ræna allt mannkyn til að hafa efni á heimsreisunni:)

Annars er Trausti sá traustasti veðurfræðingur sem ég veit um. Og svo er hann líka svo skemmtilegur veðurfræðingur.

Hvort veður og vindar blása úr vestri eða austri með regni eða sól, frosti eða hita, ráðum við sem betur fer engu um. Einasta sem við ráðum mögulega við, er að stoppa eiturspúandi herflugvélar frá ýmsum "loftrýmisgæslu"-herdeildanna tortímandi skaðvöldum.

En við kaupum ekki burt sýkla/eiturefna-spúandi stríðsherflugvélamengun í háloftunum fyrir hótunarpeninga, svo loftið og veðrið verði viðunandi á jörðinni. Það ættu allir að sjá að er útilokað í framkvæmd. Og óréttlætanlegt þjóðanna skattpíningar plan af heimsveldisbankastjórunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2017 kl. 01:15

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ötulasti trúboði hnattrænna gróðurhúsaáhrifa á jörðu okkar, Al Gore, sem ítrekað hamrar á fólki að minnka orkunotkun, einkum CÓ2, býr í húsi sem notar 21 sinni meiri orku en venjulegt heimili í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna heimili hans er þó ekki eina heimili hans þar vestra, mér skilst að hann eigi tvö önnur.

Þeir sem gerst til þekkja telja hann eyða 43 sinnum meiri orku en venjulegur Bandaríkjamaður.

Sjá myndband:  https://www.youtube.com/watch?v=02NWtZhfWW0

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.8.2017 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband