Vantrú og siðleysi

Ný alþjóðleg könnun gefur til kynna að almenningur líti á trúlausa sem siðlaust fólk. Samkvæmt könnuninni telur almenningur í ólíkum trúarsamfélögum að líklegra sé að trúlausir fremji viðurstyggilega glæpa en trúaðir.

Guardian segir frá könnuninni.

Ein spurning: hvers vegna ætti niðurstaðan að koma á óvart?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hún ætti ekkert að koma á óvart, fordómar gagnvart trúleysingjum eru mjög almennir. Trúarleiðtogar hafa komist upp með að jafna trúleysi við siðleysi mjög lengi.

Matthías Ásgeirsson, 7.8.2017 kl. 22:03

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll, ertu að gefa í skyn að trúlausir séu á lægra siðferðisstigi en trúaðir?

Wilhelm Emilsson, 7.8.2017 kl. 22:09

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Allir sem minnstu hugmynd hafa um trúarbrögð vita að siðferðisreglur eru afleiddar af trú. Þetta er einfaldlega empírísk staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Þess vegna ætti það ekki að koma á óvart að trúaðir telja trúleysingja siðlausa.

Sjálfur tel ég trúaða/trúleysingja sama flokkinn; sumir eru siðvandir en aðrir siðlausir - fer eftir verkum þeirra.

Páll Vilhjálmsson, 7.8.2017 kl. 22:31

4 Smámynd: Einar Karl

 Páll skrifar í athugasemd: „Allir sem minnstu hugmynd hafa um trúarbrögð vita að siðferðisreglur eru afleiddar af trú.“

Nú er ég ekki vissulega ekki sérfræðingur í trúarbrögðum og trúmálum, en mér finst hvorki augljóst eða rökrétt að siðferðisreglur (allar?) séu afleiddar af trú. Hvað þýðir það annars??

Trúarkennisetningar eru mannanna verk, eins og siðferðisreglur, og á öldum áður var ekki skýr greinarmunur á trúarlegu kennivaldi og öðru valdi,svo það er ekki skrýtið að almennum reglum t.d. siðferðisreglum hafi verið blandað saman við eða matreiddar sem trúarlegar "reglur".

Einar Karl, 7.8.2017 kl. 22:58

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

„Allir sem minnstu hugmynd hafa um trúarbrögð vita að siðferðisreglur eru afleiddar af trú.“

Nei.

„
Þetta er einfaldlega empírísk staðreynd“

Nei.

Margar rannsóknir sýna svo reyndar að trúlausir séu siðvandaðri en trúaðir. En um þetta má allt deila.

https://www.psychologytoday.com/blog/our-humanity-naturally/201103/misinformation-and-facts-about-secularism-and-religion

Rannsóknin sem fréttin fjallar um segir auðvitað ekkert um slíkt, heldur einungis eithtvað um fordóma fólks. 

Matthías Ásgeirsson, 7.8.2017 kl. 23:06

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Gott hjá þér að vekja athygli á hvernig trúarbrögð eru misbeitingarnotuð í heimspólitíkinni.

Frelsisins meðfædd trú einstaklinga er ekki leyfilegt að hafa áhrif á með innprentunaráróðri valdhafa heimsins, eins og gert hefur verið í gegnum áratugina og líklega aldirnar.

Frjáls trú einstaklinga annarsvegar, og innprentuð trúarbrögð hinsvegar, eru alls ekki það sama. Allir fæðast réttindalega trúfrjálsir á jörðinni.

Heili fólks er með sérstakan hluta sem tilheyrir trú hvers og eins frjáls borins, trúfrjáls og jarðarinnar rétthafandi einstaklings.

Uppeldisinnprentun margra opinberra stofnana ræður trú fólks því miður of mikið í dag. Sá sem innprentar fólk með tilfinningalegum trúarbragðaátrúnaði og áróðri, gerir það því miður einungis til að ná valdi yfir viðkomandi. En ekki til að kenna viðkomandi um kærleika og einstaklingsábyrgt frelsisins drottins almættisvisku alheimsandans orkuauð.

Trúarbragðastríð eru alþekkt og aldagömul staðreynd svo langt aftur sem við teljum okkur vita um og þekkja.

Engin trúarbrögð kenna sig í raunverulegu og óháðu verki við frjálsan og friðelskandi óháðan kærleika, í heiminum í dag.

Frelsarans fræðsluboðskapur er oft auri ataður, og innihaldslaus pólitískur bókstafstrúar-hótanaboðskapur háttsettra kardínála og þeirra þjóna. Embættismanna sem ekki virðast þekkja muninn á réttu og röngu, né frelsisréttindi einstaklings, né verklegum kærleiksboðskap almættisins viskumikla og algóða. Prestar eru margir alveg prýðisfólk, en eru undir hælnum á valdakardínálum pólitískra heimsvaldhafa.

Það verður að draga almenning heims upp úr þessu trúarbragða blekkingarfeni heimsveldisstýringarinnar styrjaldarsturluðu.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2017 kl. 00:54

7 Smámynd: Hörður Þormar

Adolf Hitler var lítill trúmaður, gerði þó sérstakan samning við kirkjuna. Göbbels var alinn upp í katólsku, en gerðist andsnúinn henni. Himmler hneigðist að eins konar Ásatrú.

Jósef Stalín var í prestaskóla, en gerðist mjög andsnúinn kirkju sinni, þó eru sögusagnir um að hann hafi trúað á "sjáendur" og spádómsmenn.

Maó og Pol Pot ofsóttu trúmenn ekki síður en aðra og ekki er hann Kim í N-Kóreu víst betri.

Grimmdarverk í nafni kristinnar trúar eru óteljandi. Marteinn Lúter var mikill trúmaður og er þjóðkirkja vor við hann kennd, (á þó sem betur fer fátt annað sameiginlegt með honum). Það kom þó ekki í veg fyrir að hann hvetti til svo hryllilegra óhæfu- og grimmdarverka að vart er eftir hafandi. Hans mun verða minnst á hausti komandi, en hætt er við að sumum ummælum hans og "afrekum" verði sópað undir teppið.

Helstu andstæðingar Jesú Krists voru miklir trúmenn að atvinnu. Sú atvinnumennska lagðist þó ekki undir lok við stofnun kristinnar kirkju, og enn þann dag í dag getur verið arðvænlegt að stunda atvinnukristni.

Ef Jesús Kristur gæti orðið vitni að öllum þeim bábiljum, kreddum og voðaverkum, sem unnin hafa verið í hans nafni, þá er hætt við að myndi láta hugfallast. 

Og þó. Innan um allt prjálið, sýndarmennskuna og ofstækið, sem viðgengist hefur innan kristinnar kirkju, þá hefur frjálslyndur og einfaldur boðskapur Meistarans fra Nasaret alla tíð átt erindi til fólks sem gert hefur  heiminn frjálsari og betri.

um alla sýndarmennskuna, prjálið

Hörður Þormar, 8.8.2017 kl. 01:37

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varla er hægt að efast um alþjóðlegu könnunina,að almenningur líti á trúlausa sem siðlaust fólk. Líkist þær þeim sem framkvæmdar eru hér heima,held ég að mörg svörin taki einmitt mið af al og illræmdustu leiðtogum þjóða síðustu aldirnar. Ég lenti ótrúlega oft í að svara spurningum áður fyrr og samþykkti af einskærri forvitni,hafði lítinn tíma og svörin því sjaldnast marktæk með einföldu Já-i eða nei-i. Hörður niðurlag athugasemdar þinnar er svo hrífandi, m.kristilegri kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2017 kl. 03:02

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Trúleysingjarnir Lenín og Stalín voru óskaplegir siðleysingjar.

Og sá siðlausi Hitler hataði í senn og fyrirleit kaþólsku kirkjuna.

Kristin trú veitir leiðsögn og styrk gegn freistingum til hins illa.

Það merkir ekki 100% árangur í öllum tilfellum, fjarri fer því.

Menn verða að nota meðalið, sem ráðlagt er, annars virkar það ekki.

Jón Valur Jensson, 8.8.2017 kl. 05:33

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk kærlega fyrir svarið, Páll.

Wilhelm Emilsson, 8.8.2017 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband