Föstudagur, 4. ágúst 2017
Ekki einkavæða RÚV; gerum það að menningarstofnun
RÚV þjónar engum tilgangi í íslenskri fjölmiðlun, sem aðrir miðlar geta ekki sinnt. Það sem verra er; RÚV er rekið í starfsmannapólitískum tilgangi að reka áróður fyrir þá útgáfu vinstristjórnmála sem líkleg er til vinsælda hverju sinni.
En RÚV á að baki merka sögu á framleiðslu og miðlun íslenskrar menningar. Þess vegna ætti að leggja RÚV niður í núverandi mynd og gera það að menningarstofnun sem varðveitti, framleiddi og miðlaði íslensku efni.
Með öðrum orðum, RÚV verði ekki lengur ríkisútvarp vinstrimanna heldur menningarstofnun.
Meirihluti andvígur einkavæðingu RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um 23% Íslendinga eru ánægð með fjölmiðla á Íslandi en rösklega fimmtungur er óánægður.
athyglisverð greining hjá mogganum, það getur varla verið marktækur munur á þessum tveim stærðum.
Hrossabrestur, 4.8.2017 kl. 14:37
Trúir þú á kraftaverk?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.8.2017 kl. 17:26
Það sem Heimir sagði...
Steinarr Kr. , 4.8.2017 kl. 22:00
RÚV ríkisskattgreiðenda ber ábyrgð á að segja okkur skattgreiðendum satt um það sem er raunverulega að gerast í veröldinni. Á ó-pólitískan hátt.
Styrkjum RÚV í því hlutverki.
Styrkjum RÚV gegn heimsveldisstýrðum og óverjandi pólitískum blekkingarfjölmiðlum! Fjölmiðlar eru einskis virði fyrir skattgreiðandi almenning, ef almenningur getur ekki gert réttmætar skattrekstrar-kröfur til þeirrar skattreknu stofnunar.
Engin getur með réttlætanlegum hætti krafið einkarekinn fjölmiðil um eitt eða neitt í sambandi við sanna og raunverulega umfjöllun í heiminum!
Skilur fólk það fjölmiðlahlutverk virkilega ekki á sama hátt og ég?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2017 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.