Miðvikudagur, 2. ágúst 2017
Réttmæt athugasemd Sigmundar Davíðs
Aðalhöfundurinn að skuldaleiðréttingu heimilanna og glæsilegustu ríkisfjármálaaðgerð sögunnar, uppgjöri Íslands við þrotabú föllnu bankanna, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann skrifar pistil um ráðstafanir sem ríkisstjórn hans gekkst fyrir í eftirmálum hrunsins.
Í pistlinum fjallar Sigmundur Davíð um uppgjör við einstaka flokka kröfuhafa föllnu bankanna. Hann segir:
Það er athygli vert, í þessu sambandi, að enginn íslenskur stjórnmálamaður sem hagnaðist sjálfur eða átti ættingja sem höfðu hagsmuna að gæta, til dæmis eignir í peningamarkaðssjóðum, sá nokkurn tímann ástæðu til að greina frá þeim hagsmunum á meðan verið var að taka ákvarðanir um tilfærslur sem vörðu milljónir, tugi- eða hundruð milljóna.
Ekki nóg með það heldur kepptust fjölmiðlar við að þagga niður upplýsingar um hverjir högnuðust á þessari aðgerð.
En þegar kom að því að gera störf Sigmundar Davíðs tortryggileg, með Panama-skjölunum, kom annað hljóð í strokkinn.
Panama-skjölin, sem raunar liggja ekki á lausu, voru pólitísk aðgerð til að koma höggi á Sigmund Davíð, sem hafði fórnað hagsmunum eiginkonu sinnar, en hún átti kröfur, líkt og þúsundir annarra, í þrotabú föllnu bankanna.
RÚV, öðrum fjölmiðlum framar, sá til þess að aðför var gerð að Sigmundi Davíð vegna þess að hann tók almannahagsmuni fram yfir einkahagsmuni.
Athugasemdir
Brjóstumkennanleg athugasemd.
Wilhelm Emilsson, 2.8.2017 kl. 13:45
Mikið rétt Wilhelm, athugasemdin er brjóstumkennanleg - en færslan hinsvegar góð.
Gunnar Heiðarsson, 2.8.2017 kl. 18:50
Ah, þú trúir á Stóra samsærið, Gunnar. Allt í fína með það.
Wilhelm Emilsson, 3.8.2017 kl. 05:15
Það mál er ekki trú Wilhelm,það er staðreynd.
Helga Kristjánsdóttir, 4.8.2017 kl. 01:41
Staðreynd er eitthvað sem er óumdeilanlegt, en hugsmyndin um Stóra samsærið er skoðun. Til að sanna þá skoðun þarf meiri sönnunargögn en hingað til hafa verið lögð fram.
Wilhelm Emilsson, 5.8.2017 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.