Mánudagur, 31. júlí 2017
80 ár frá hreinsunum Stalíns
1937 hófust í Sovétríkjunum ofsóknir sem kenndar eru við ,,hreinsanir". Samkvæmt tilskipun átti að uppræta ,,gagnbyltingarsinna" og þá sem voru ,,andsovéskir." Í raun voru aðgerðirnar til að treysta völd Stalíns leiðtoga Sovétríkjanna og réttlættar með hugmyndafræði kommúnisma.
Um 1,5 milljónir manna voru handteknir og af þeim um 700 þúsund teknir af lífi.
Stalín var löngum lýst sem óhefluðum valdasjúkum manni með ofsóknaræði. Í seinni tíð er sú mynd dregin upp af honum að hann hafi verið barn síns tíma, nokkuð snjall en hversdagslegur að mestu. Það sem gerði hann að einum mesta fjöldamorðingja sögunnar er hugmyndafræðin.
Kommúnisminn er í einn stað söguleg nauðhyggja. Vísindalegur sósíalismi skyldi taka við af borgaralegu arðráni þar sem verkalýðnum var skammtaður skítur úr hnefa. Í annan stað krafðist byltingin ofbeldis, því meira ofbeldi því betra.
Altæk hugmyndafræði, hvort heldur veraldleg, eins og sósíalismi, eða trúarleg, líkt og kristni miðalda og múslímatrú allar götur frá 7. öld, er iðulega hrátt ofbeldi þegar búið er að skafa af helgislepjuna.
,,Hreinsanir" altækrar hugmyndafræði beinast einatt að þeim sem hugsa sjálfstætt. Gefur auga leið.
Athugasemdir
Lexía dagsins eru "kosningarnar" um helgina í Venezuela.
Ragnhildur Kolka, 31.7.2017 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.