Fimmtudagur, 27. júlí 2017
Dunkirk: Hitler tafði þýska skriðdreka - hvers vegna?
Kvikmyndin Dunkirk fjallar um björgun rúmlega 300 þúsund breskra og franskra hermanna í lok maí 1940. Breski og franski herinn voru innikróaðir af þýska hernum.
Hitler stöðvaði sókn þýsku skriðdrekasveitanna í tvo sólarhringa og við það fengu Bretar tíma til að bjarga meginher sínum. Enn í dag er ráðgáta hvers vegna Hitler stöðvaði sókn þýska hersins.
Þýska útgáfan Die Welt segir þrjár skýringar líklegastar. Í fyrsta lagi að Hitler óttaðist að tapa of mörgum skriðdrekum í bardögum við þá bresku. Í öðru lagi að hann vildi sýna Bretum miskunn, með það fyrir augum að semja frið. Í þriðja lagi að Hitler vildi sýna þýskum hershöfðingjum hver færi með yfirvaldið í þýska hernum.
Die Welt segir að fyrsta skýringin af þessum þrem sé ólíkleg en sú þriðja nærtæk. Leifturstríðið í Frakklandi var snemma stríðs og Hitler vildi ekki láta neinn vafa leika á að hann væri æðsti herstjóri þýska hersins - þótt hann hafi aðeins verið liðþjálfi í fyrra stríði.
Athugasemdir
Mig minnir að gerð hafi verið kvikmynd um þetta efni og Mel Gibson hafi bæði leikið og stýrt henni,það gæti verið misminni ævinnar... Já margt er líkt með flokka íþrótt og hernaði,en ágætur vinur okkar pólitíkus úr Hafnafirði kallaði handboltakeppnir jafnan stríðsleiki.-(gisk) Hitler tók hlé til að skipuleggja leikfléttu (3) og kvað fast að orði með sínum bardagaóða þurra rómi,sem þyrsti svo átakanlega blóði væta gómi.
Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2017 kl. 01:03
Þá skýringu hef ég séð, að Hitler hafi hlustað þær raddir í yfirherráðinu, sem voru óvissir um hvort það væri brella fólgin í því að hvernig þyski herinn rann ljóflega alla leið vestur að Atlantshafi.
Frakkar og Bretar gætu hugsanlega ráðist í gegnum fleyginn, sem þýski herinn myndaði, og lokað vestari enda hans inni.
Forgangsröðin var skýr: Það átti eftir að heyja aðal stríðið stóra við Frakka og til þess þurfti að ljúka herförinni gegn Bretum með sem minnstum tilkostnaði og á sem öruggastan hátt.
Þess vegna þyrfti að styrkja svo varnir fleygsins til hafs, að engin hætta væri á að Frakkar og Bretar klipptu hann í tvennt.
Þetta reyndust afdrifarík mistök. Hjá Bretum og Frökkum ríkti ringulreið,tímahrak og oundrun yfir stöðunni og engin leið var að samræma neinar aðgerðir, heldur varð að spila vörn og síðar björgun breska herliðsins af fingrum fram.
Því að innilokað herliðið hafði aðeins vistir og skotfæri til stutts tíma.
Ómar Ragnarsson, 28.7.2017 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.