Þriðjudagur, 25. júlí 2017
Nýtt stjórnmálaafl, Flokkur fólksins
Flokkur fólksins tvöfaldar fylgi sitt milli kannana, mælist með yfir 6 prósent fylgi. Flokkurinn efndi til pólitísks fundar á miðju sumri í Háskólabíói og svo gott sem fyllti salinn.
Inga Sæland formaður flokksins talar máli þeirra sem telja sig afskipta í samfélaginu og hún varar við múslímavæðingu.
Um leið og Flokkur fólksins sækir í sig veðrið gefa þeir flokkar sem kenna sig við frjálslyndi eftir; Viðreisn og Björt framtíð mælast ekki með fylgi til að halda sér á þingi.
Stærri en BF og Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skyldi Flokkur fólksins leggja áherslu á að flæma aldraða af vinnumarkaðnum með fjárhagslegu ofbeldi eins og minn flokkur Sjálfstæðisflokkurinn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2017 kl. 16:19
Heimir, ef "þinn" flokkur kemur þannig fram við aldraða, er þá ekki tímabært fyrir þig að finna annan flokk til að gera að "þínum"?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2017 kl. 17:29
Guðmundur, minn flokkur höfðar til mín á flestum sviðum, ég sé engan annan flokk sem kemst nálægt honum.
Mikið vildi ég þó að Bjarni Ben nái að átta sig á þessu óréttlæti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2017 kl. 17:33
Það er engin spurning, að Flokkur fólksins verður stærsti borgarstjórnar flokkurinn í höfuðborginni eftir næstu kosningar og húrra fyrir því.
Jónatan Karlsson, 26.7.2017 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.