Nýtt stjórnmálaafl, Flokkur fólksins

Flokkur fólksins tvöfaldar fylgi sitt milli kannana, mælist með yfir 6 prósent fylgi. Flokkurinn efndi til pólitísks fundar á miðju sumri í Háskólabíói og svo gott sem fyllti salinn.

Inga Sæland formaður flokksins talar máli þeirra sem telja sig afskipta í samfélaginu og hún varar við múslímavæðingu.

Um leið og Flokkur fólksins sækir í sig veðrið gefa þeir flokkar sem kenna sig við frjálslyndi eftir; Viðreisn og Björt framtíð mælast ekki með fylgi til að halda sér á þingi.


mbl.is Stærri en BF og Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skyldi Flokkur fólksins leggja áherslu á að flæma aldraða af vinnumarkaðnum með fjárhagslegu ofbeldi eins og minn flokkur Sjálfstæðisflokkurinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2017 kl. 16:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heimir, ef "þinn" flokkur kemur þannig fram við aldraða, er þá ekki tímabært fyrir þig að finna annan flokk til að gera að "þínum"?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2017 kl. 17:29

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur, minn flokkur höfðar til mín á flestum sviðum, ég sé engan annan flokk sem kemst nálægt honum.

Mikið vildi ég þó að Bjarni Ben nái að átta sig á þessu óréttlæti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2017 kl. 17:33

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er engin spurning, að Flokkur fólksins verður stærsti borgarstjórnar flokkurinn í höfuðborginni eftir næstu kosningar og húrra fyrir því.

Jónatan Karlsson, 26.7.2017 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband