Mánudagur, 24. júlí 2017
Hverjir græða á hælisleitendum?
Rauði krossinn fær mörg hundruð milljónir króna árlega frá ríkinu til að kaupa þjónustu ,,talsmanna" hælisleitenda.
Þessir ,,talsmenn" veita ekki aðeins lögfræðiþjónustu heldur koma þeir fréttum af hælisleitendum á framfæri við fjölmiðla til að skapa pólitískan þrýsting um framgang hælisumsókna.
Löngu tímabært er að upplýsa hverjir það eru sem gera út á hælisleitendur, hver vinnubrögðin eru og hvað ,,talsmennirnir" fá í sinn hlut.
Hælisleit eykur umsvifin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru ekkert annað en "big buisness" á kostnað
almennings.
Tekjurnar sem þessir "talsmenn" fá í sinn hlut hlaupa
á tugum milljóna.
Mannsal í nýrri útgáfu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 24.7.2017 kl. 10:53
Það er FULL ástæða til að menn fari að velta fyrir sér þróun Rauða Krossins.
Jóhann Elíasson, 24.7.2017 kl. 12:20
Hundrað manns í vinnu við hælisleitendur! Það eru greinilega miklir atvinnu hagsmunir í húfi, maður minn. Líður ekki á löngu að Starfsmannafélag Hagsmunasamtaka Hælisleitenda (SHH) verður stofnað og síðan kallað eftir löggildingu. Þá sitjum við aldeilis í súpunni.
Ragnhildur Kolka, 24.7.2017 kl. 15:01
Þetta vita allir sem vilja, Sorosmenn!
Eyjólfur Jónsson, 24.7.2017 kl. 16:52
Sennilega er það óhjákvæmilegt að hælisleitendur skapi atvinnu hér og þar og þurfi húsnæði og framfærslu að auki. En hversu margir eru þeir?
Ef 2000 manns leita hingað árlega og fá ekki neitun um dvalarleyfi fyrr en eftir einhver ár, hversu margir eru þeir samtals á hverjum tíma? Td í dag?
Slíkar tölur eru aldrei nefndar.
Kolbrún Hilmars, 24.7.2017 kl. 17:16
Er mér að förlast eða skil ég dæmið rétt þannig að þessir 2000 lifi á kerfinu þar til þeim er vísað burtu? Þótt það séu ekki þín orð Kolbrún mín,get ég alveg eins trúað að einhverjir stundi skattfría vinnu ef svona er í pottin búið.Var ekki Benidikt með áhyggjur af skattaundanskotum?
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2017 kl. 17:49
Vil skrifa nafn Benedikts fjármálaráðherra rétt,leiðrétta hér.
Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2017 kl. 17:53
Albanir og Makedóníumenn, sem nú dvelja hér á landi sem flóttamenn eða hælisleitendur, eru að því er virðist í sumarleyfi. Frítt húsnæði, frí heilsugæsla, ríflegir dagpeningar, sem jafngilda jafnvel mörgum mánaðarlaunum í heimalandinu!
Fáheyrður aumingjagangur hérlendra stjórnvalda og embættismannaamlóðanna ríður ekki við einteyming.
Megnið af þessu liði er sígaunapakk, sem betlar, stelur og gerir hvern þann óskunda sem þarf, til að fá allt fyrir ekkert.
Harmonikuvælið og fiðlusargið fyrir utan Bónus og Krónuna ætti að stoppa hið snarasta. Ef verslunarstjórar þessara verslana vilja halda kúnnum sínum, ættu þeir að reka þessa óværu af lóðum sínum. Íslendingum er ekki skemmt með þessum viðbjóði. Ekki að furða að Costco gangi vel! Þar er ríkisstyrktur betlaralýður ekki liðinn í anddyrinu!
Sú mí if jú like. (Jenní, sorrý)
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.7.2017 kl. 02:35
Hvað varðar Albani og Makedóníumenn er erfitt að sjá þá sem hælisleitendur. Og fyrir hverja einn sem aðstoðaður er í Evrópu, er hægt að hjálpa fleiri en einum, og fleiri en tveimur í Heimalandinu. Sama á við flesta flóttamenn frá mið-austurlöndum. Það er ENGIN hjálp í að hleypa einum eða tveim innn í landið. Eins og bent er á, þetta er bara viðkomandi starfsmenn Rauða krossins, eða annarra slíkra samtaka ... sem hagnast á þessu. Það er hægt að hjálpa tugum flóttamanna þar, fyrir hvern einn hér.
Síðan er annar þáttur, og það er sá að landið þarf að byggja upp ... þarf atvinnukraft. Það væri fáheirt, að vísa fólki frá landinu sem sjá sjálfum sér farboða með vinnu og dugnaði. Bara á þeirri einni forsendu, að þeir séu Útlendingar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.7.2017 kl. 04:40
Það er gott hjá Páli að vekja athygli á hinum óeðlilegu atvinnuhagsmunum s.k. talsmanna hælisleitenda sem eiga hingað ekkert erindi í raun, líklega bezt fyrir alla aðila að senda þá samstundis til baka. Hlutur Rauða krossins í þessu er afleitur: rúml. 100 starfsmenn þar og ekki lágt launaðir.
Jón Valur Jensson, 25.7.2017 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.