Hrun siðmenninga

Norræn byggð á Grænlandi eyddist á 15. öld og lauk þar 500 ára sögu. Haraldur Sigurðsson greinir frá byggð inúíta á Norðaustur Grænlandi sem lagðist á af 19. öld.

Grænlensku samfélögin voru einangruð og er það án efa hluti skýringarinnar að þau liðu undir lok. En sagan geymir dæmi um þróuð samfélög tengd með verslun og öðrum samskiptum en eyddust engu að síður.

Í kringum árið 1200 fyrir Krist hrundi siðmenning átta ríkja á austanverðu Miðjarðarhafinu. Tímabilið 1700 til 1200 er kallað síðbronsöld. Lengi voru goðsögur Hómers helsta heimildin um tímabilið og lítið vitað um ástæður hrunsins.

Á seinni árum er orðin til frásögn, studd fornleifafundum, um ástæður hrunsins. Eric Cline gerir grein fyrir þessum ástæðum í fyrirlestri.

Í stuttu mál er líklegt að hrun siðmenninga sé afleiðing nokkurra þátta: loftslagsbreytingar, uppskerubrestur, þurrkur og hungur, jarðskjálftar, flóttamannastraumur, stríðsátök og uppreisnir.

Ólíkt hruni Rómarveldis á fimmtu öld eftir Krist, sem skildi eftir sig kaþólsku kirkjuna er varð stórveldi á miðöldum, eyddust samfélög á austanverðu Miðjarðarhafi og risu ekki upp aftur. Egyptaland, sem var hluti þessarar siðmenningar, hélt reyndar velli en var ekki svipur hjá sjón.

Siðmenning er sem sagt hvergi nærri sjálfsagt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband