Hrun siđmenninga

Norrćn byggđ á Grćnlandi eyddist á 15. öld og lauk ţar 500 ára sögu. Haraldur Sigurđsson greinir frá byggđ inúíta á Norđaustur Grćnlandi sem lagđist á af 19. öld.

Grćnlensku samfélögin voru einangruđ og er ţađ án efa hluti skýringarinnar ađ ţau liđu undir lok. En sagan geymir dćmi um ţróuđ samfélög tengd međ verslun og öđrum samskiptum en eyddust engu ađ síđur.

Í kringum áriđ 1200 fyrir Krist hrundi siđmenning átta ríkja á austanverđu Miđjarđarhafinu. Tímabiliđ 1700 til 1200 er kallađ síđbronsöld. Lengi voru gođsögur Hómers helsta heimildin um tímabiliđ og lítiđ vitađ um ástćđur hrunsins.

Á seinni árum er orđin til frásögn, studd fornleifafundum, um ástćđur hrunsins. Eric Cline gerir grein fyrir ţessum ástćđum í fyrirlestri.

Í stuttu mál er líklegt ađ hrun siđmenninga sé afleiđing nokkurra ţátta: loftslagsbreytingar, uppskerubrestur, ţurrkur og hungur, jarđskjálftar, flóttamannastraumur, stríđsátök og uppreisnir.

Ólíkt hruni Rómarveldis á fimmtu öld eftir Krist, sem skildi eftir sig kaţólsku kirkjuna er varđ stórveldi á miđöldum, eyddust samfélög á austanverđu Miđjarđarhafi og risu ekki upp aftur. Egyptaland, sem var hluti ţessarar siđmenningar, hélt reyndar velli en var ekki svipur hjá sjón.

Siđmenning er sem sagt hvergi nćrri sjálfsagt mál.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband