Sunnudagur, 23. júlí 2017
Fingurkoss til You-tube-blaðamanna
Blaðamönnum er ekki umhugað um staðreyndir eða að leita sannleikans heldur að komast sjálfir í fréttirnar og verða smellbeitur á You tube, segir Sean Spicer fráfarandi talsmaður Hvíta hússins.
Samfélagsmiðlar ýta undir sjálfsdýrkun blaðamanna. Fréttin verður ekki aðalatriðið heldur þáttur blaðamannsins í fréttinni. Þessi þróun er löngu hafin hér á landi. Fréttamenn sjónvarpsstöðva eru í mynd stóran hluta fréttanna. Myndmálið sendir skýr skilaboð: fréttamaðurinn er mikilvægari en fréttin.
Þegar fréttamenn eru orðnir stór hluti fréttanna er hætt við að eitthvað annað verði útundan. Til dæmis hlutlægni og dómgreind.
Sendi blaðamönnum fingurkoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta á við fleiri starfstéttir. Sjálfhverfan er alltumlykjandi í fræða heiminum. Til dæmis standa kennarar framar í röðinni en nemendur og Þegar ég hóf nám í bókmenntafræði komst ég að því að bókmenntir voru orðnar hornreka í faginu. Bókmenntafræðingar voru orðnir markmiðið. Veit ekki hvort bókmenntir séu lengur á námskrá, því nú eru þeir sem þá bysuðu við bókmenntakennslu allir komnir á eftirlaun. Síðar átti ég stutt stopp í mannfræði og uppgötvaði að sama var upp á teningnum þar. Hætti því snarlega.
Ragnhildur Kolka, 23.7.2017 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.