Miðvikudagur, 12. júlí 2017
BBC og RÚV: samanburður á hamfarafrétt
Ísjaki losnaði frá Suðurskautslandinu. Fyrirsögn RÚV: Mestu breytingar sem orðið hafa í 10.000 ár. Fyrirsögn BBC: Risastór ísjaki klofnar frá Suðurskautslandinu.
Frétt RÚV gengur út á að hamfarir séu á næsta leiti. Millifyrirsögn eins og ,,hlýnandi veður" læða þeirri hugsun að lesanda að loftslagsbreytingum sé um að kenna.
Í frétt BBC segir: ,,We know that rifts like this periodically propagate and cause large tabular icebergs to break from ice shelves, even in the absence of any climate-driven changes."
Frétt RÚV vísar í BBC sem heimild, en þar er rætt við nokkra vísindamenn, sérfróða um Suðurskautið, og þeir eru varkárir í ályktunum. En RÚV sleppir öllu sem ekki fer saman við hamfarafrásögnina.
RÚV kallar til vitnis jarðeðlisfræðing á Veðurstofunni sem talar um ,,háværar viðvörunarbjöllur" til að gera frásögnina dramatíska.
BBC á hinn bóginn vitar í sérfræðinga sem hafa Suðurskautsísinn sem rannsóknarsvið: ,,At this stage we really don't know whether there is some larger-scale process that might be weakening this zone..."
Hvað gengur RÚV til?
Athugasemdir
Það skyldi þó ekki vera liður í alþjóðavæðingu vinstrisins?
Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2017 kl. 21:36
Gaman að heyra einhvern tala með viti. Það er búið að tala um Larzen rift frá 1997 og eins og þú segir þá er þetta normal um aldamótin 1900 þá var vitað að ísinn á heimskauti okkar rifnaði alltaf nokkur hundruð km í NA á vorin í stefnu frá Beiringsundi og hvalir og önnur dýr á eftir. Svo komu hvalveiði skipin á eftir og veiddu.
Valdimar Samúelsson, 12.7.2017 kl. 21:40
BBC hefur lengi legið undir ámæli fyrir pólitískan halla. Kannski þeir séu núna að taka til hjá sér. Nú eða efasemdir um hnattræna hlýnun séu að síast inn. Því þegar á allt er litið þá er Amsterdam enn ekki sokkin í sæ.
Ragnhildur Kolka, 13.7.2017 kl. 09:56
Ragnhildur ég sá líka á BBC að þeir segja að Donald trump junior sé saklaus vegna viðtals við Natalinu rússnenska lögfræðingin.
Valdimar Samúelsson, 13.7.2017 kl. 10:08
Valdimar, Dónald Jr er ekki sekur um neinn glæp heldur um dómgreindarleysi (nýgræðingur í pólitík) fyrir að mæta á fundinn. Allir í pólitík gleypa við upplýsingum sem skaða andstæðinginn, en þeir sem eru sviðsvanir í bransanum láta undirtyllur safna skítnum.
Ragnhildur Kolka, 13.7.2017 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.