200-föld mengun í Reykjavík

Skolpmengun í Reykjavík er 200-falt yfir leyfilegum hámörkum. Skolpið, s.s. dömubindi, salernispappír og eyrnapinnar, sjást í fjörum nágrannasveitarfélaga.

Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík, sem ber ábyrgð á málinu, keppist við að fela sig og kennir öðrum um mengunina.

Björn Bjarnason setur málið í pólitískt samhengi. Vinstrimenn þagga niður umræðu um mengun, sem þeir bera ábyrgð á, en leggja sig í líma við að gera þjóðþrifamál tortryggileg - eins og löggæslu.

Höfuðborgin á betra skilið en að vera á forræði vinstriflokkanna.


mbl.is Mengunin fór 200 falt yfir mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Við skulum setja þetta í samhengi með staðreyndum málsins. Það var R listinn sem kom þessum skólphreinsistöðum á gegn mikilli andstöðu Sjálfstæðisflokksins og því væri mengunin alltaf með þessum hætti ef Sjálfstæðisfmenn hefðu fengið að ráða.

Hvað varðar þessa mengun þá er þetta bara bilun og ekki neinum sérstökum að kenna en það sem deilt er umn  hver ber ábyrgð á því að ekki var komið upplýsingum til almennings. Í því efni þarf að hafa í huga að Veitur eru dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í eigu nokkurra sveitafélga á höfuðborgarsvæðinu sem öll bera því ábyrgð á rekstri þess en ekki bara Reykjavík og því út í hött að tala um meirhlutann í Reykjavík einn og sér í þessu efni.

En af því að þetta er fyrirtæki í eigu nokkurra sveietafélaga þá heyrir OR ekki stjórnsýslulega beint undir borgarstjórn. Borgarstjórn skipar hisn vegar stjórarmenn sem eru tengiliðir þeirra við fyrirtækið bæði til að koma ´sinum áherslum að í stjórnun fyrirtækisins og einnig til að fá upplýsingar um rekstur fyrirrækisins. Það að borgarstjónr fékk ekki upplýsingar um lekann skrifast því helst á þá stjórnarmenn sem eru þar sem fulltrúar borgarinnar. Þar er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Kjartan Magnússon fyrir á fleti og var það því fyrst og fremst hans hlutverk að koma þessum upplýsingum til borgarstjórnar. Reyndar var upplýsingum komið til heilbrigðiseftirlits borgarinnar og hugsanlegt er að hann hafi álitið að þar með væri þetta komið á réttan stað í borgarkerfinu en á sama tíma hafi heilbrigðiseftirlitið gert ráð fyrir að Kjartan kæmi þessum upplýsingum til borgastjórnar. Mér þykir líklegt að það þurfið að skerpa á verkferlum varðandi það hver beri ábygrð á því að koma upplýsingum sem þessum til borgastjórnar. Skortur á skýrum verkferlum er hins vegar ekki núverandi meirihluta að kenna fremur en öðrum þeim meirihlutum sem hafa verið við völd síðan núverandi kerfi var komið á. 

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2017 kl. 13:42

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Lærðu söguna Sigurður, þú ferð rangt með.

Steinarr Kr. , 11.7.2017 kl. 18:22

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er ódýr athugasemd hjá þér Setirarr. Hvað nákvæmlega er rengt hjá mér og hvað er það rétta í málinu? Það er ekki hægt að svara innleggi þínu en þú nefnir það ekki og á meðan er þetta bara piss út í loftið hjá þér.

Og síðan er það bara spurnin um það hvað sagnfræði kemur þessu við. Ég var bara að nefna staðreyndir í nútímanum.

Sigurður M Grétarsson, 12.7.2017 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband